Iðgjaldagreiðslur

 

 
            Landsvirkjun tekur að sér að innheimta árgjald eða hluta árgjalda aðal- og aukafélaga viðkomandi stéttarfélaga af ógreiddum en kræfum vinnulaunum starfsmanna. Landsvirkjun annast skil gjaldanna til félaganna mánaðarlega.
 
 
            Iðgjöld til lífeyrissjóðs greiðast vegna allra starfsmanna 16 ára og eldri í sam­ræmi við staðfestar reglugerðir viðkomandi lífeyrissjóðs. Landsvirkjun annast skil iðgjaldanna mánaðarlega.
Landsvirkjun greiðir mótframlag frá 1. janúar 2005 8% iðgjald af heildar­launum starfsmanns á móti 4% iðgjaldi starfsmanna.
Frá 1. janúar 2006 greiðir Landsvirkjun 9% iðgjald af heildarlaunum starfs­manns á móti 4% iðgjaldi starfsmanna.
Frá 1. janúar 2007 greiðir Landsvirkjun 11,5% iðgjald af heildarlaunum starfs­manns á móti 4% iðgjaldi starfsmanna.
 
 
            Landsvirkjun greiðir 1% af heildarlaunum viðkomandi starfsmanns til endur­mennt­unarsjóðs byggingarmanna, Fræðslusjóðs málmiðnaðarins og Fræðslu­mið­stöðv­ar bílgreina. Endurmenntunargjaldi skal skilað til Samiðnar, sambands iðnfélaga.
 
 
Í þeim tilvikum sem starfsmenn leggja til viðbótarframlag í séreignasjóð greiðir Landsvirkjun framlag á móti með eftirfarandi hætti:
Leggi starfsmaður a.m.k. 2% viðbótarframlag í séreignarsjóð skal mótframlag Lands­virkjun vera 2%.