Gildistími og lokaákvæði

 

 
Komi til þess að nefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnu­lífsins, sem starfar samkvæmt 25. kafla samnings Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, Verka­mannafélagið Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla­víkur og nágrennis (Flóa­bandalagið), dags. 7. mars árið 2004, nái sam­komulagi um almenna hækkun launa­taxta, skal sú hækkun einnig ná til þessa samnings. Verði launalið þess samnings sagt upp skal launaliður þessa samnings einnig vera uppsegjanlegur miðað við sömu tímamörk.
           
 
Samningur þessi gildir til 31. desember 2008 en fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar.
 
 
 
Reykjavík, 27. apríl 2005
 
með venjulegum fyrirvara
 
 
 
F.h. Landsvirkjunar      F.h. Samiðnar, sambands iðnfélaga
 
Stefán M. Halldórsson, sign.     Vignir Eyþórsson, sign.
Elín Pálsdóttir, sign,                     Jóhann H. Þorgeirsson, sign.
Einar Mathiesen, sign                   Þorbjörn Guðmundsson, sign.