Samningurinn tekur til starfa við rekstur, viðhald og aðra þjónustu í dreifikerfum og aflstöðvum Landsvirkjunar, sem eru í rekstri.
Landsvirkjun skuldbindur sig til að láta þá, sem eru fullgildir félagsmenn í hlutaðeigandi stéttarfélögum í Samiðn, hafa forgangsrétt til þeirrar vinnu, er um ræðir í grein 1.1, enda séu þeir hæfir til þess starfs, sem um er að ræða og hafi tilskilin réttindi, þar sem þeirra er krafist.