Bókun vegna greinar 7.2

 

Landsvirkjun greiðir lífeyrisiðgjöld til hlutaðeigandi lífeyrissjóða í samræmi við sam­þykktir þeirra, sbr. þó ákvæði kjarasamnings þessa.
Frá 1. jan. 2005 er starfsmanni heimilt að skipta 8% mótframlagi þannig að 7% greiðist í sameignardeild lífeyrissjóðs og 1 % í séreignardeild, til viðbótar því sem þá er greitt samkv. gr. 7.4.
Frá 1. jan 2006 er starfsmanni heimilt að skipta 9% mótframlagi þannig að 7% greiðist í sameignardeild lífeyrissjóðs og 2 % í séreignardeild, til viðbótar því sem þá er greitt samkv. gr. 7.4.
Frá 1. jan. 2007 er starfsmanni heimilt að skipta 11.5% mótframlagi þannig að 8% greiðist í sameignardeild og 3.5% greiðist í séreignardeild, til viðbótar því sem þá er greitt samkv. gr. 7.4.
Ákveði starfsmaður að ráðstafa hluta umsaminna iðgjalda til annarra deilda hlutað­eig­andi lífeyrissjóðs eða til annarra lífeyrissjóða, samkvæmt heimildum þar að lútandi, skal hann senda Landsvirkjun tilkynningu þessa efnis ásamt nauðsynlegum fylgigögnum, þ.m.t. samningi við hlutaðeigandi lífeyrissjóð eða deild lífeyrissjóðs. Landsvirkjun mun hefja skiptingu og skil iðgjalda um næstu mánaðarmót eftir að nauðsynleg gögn hafa borist.