Iðgjadagreiðslur

 

 
0.1.1          Iðgjöld til lífeyrissjóðs greiðast Sameinaða lífeyrissjóðnum vegna allra starfsmanna 16 ára og eldri er laun taka skv. samningi þessum í samræmi við staðfestar samþykktir lífeyrissjóðsins.
Frá 1. janúar 2005 greiðir OR 8% iðgjald af heildarlaunum starfsmanns á móti 4% iðgjaldi starfsmanns.
Frá 1. janúar 2006 greiðir OR 9% iðgjald af heildarlaunum starfsmanns á móti 4% iðgjaldi starfsmanns.
Frá 1. janúar 2007 greiðir OR 11,5% iðgjald af heildarlaunum starfsmanns á móti 4% iðgjaldi starfsmanns.
 
0.1.2          Viðbótarframlag í séreignarsjóð:
Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð greiðir vinnuveitandi framlag á móti með eftirfarandi hætti:
Leggi starfsmaður a.m.k. 2% viðbótarframlag í séreignasjóð skal mótframlag OR vera 2%.
 
 
0.2.1          Til orlofsheimilasjóðs greiðir vinnuveitandi 0,25% af öllum launum.
 
 
0.3.1          Til styrktarsjóðs greiðir vinnuveitandi 1% af öllum launum.
 
 
0.4.1          Til starfsmenntasjóðs greiðir vinnuveitandi 0,35% af öllum launum.
 
 
0.5.1          Launagreiðandi tekur að sér innheimtu árgjalda eða hluta árgjalda aðal- og aukafélaga viðkomandi stéttarfélags af ógreiddum en kræfum vinnulaunum félagsmanna og annast skil gjaldanna til félaganna mánaðarlega. Viðkomandi aðildarfélag samningsaðila leggi fram fullnægjandi skrá yfir félagsmenn sína og gjöld sem taka skal af þeim.