Gildistími og samningsforsendur

 

 
0.1.1          Markmið aðila með samningi þessum er að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja er grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa. Í samræmi við þessi markmið hvílir samningur þessi á eftirfarandi forsendum:
1. Að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.
2. Að sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.
 
0.1.2          Aðilar kjarasamnings munu leggja til grundvallar niðurstöðu forsendunefndar sem skipuð er samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins o.fl., frá 29. apríl 2004. Skal um gildi kjarasamnings, heimildir til uppsagnar samnings, forsendur og breytingar á efni kjarasamnings fara samkvæmt niðurstöðum nefndar samkvæmt áðurnefndum kjarasamningi.
 
 
0.2.1          Samningur þessi gildir frá 1. apríl 2004 til 29. febrúar 2008.
 
 
Reykjavík, 11. júní 2004
F.h. Samiðnar – sambands iðnfélaga                              F.h. Orkuveitu Reykjavíkur,
vegna aðildarfélaga                                                       sameignarfyrirtækis
með fyrirvara um samþykki félagsmanna                        með fyrirvara um samþ. stjórnar
 
 
 
 
 
 
 
Þetta eintak er yfirfarin og samantekin útgáfa af gildandi kjarasamningi Samiðnar og OR.
 
Reykjavík, 9. október 2006
 
F.h. Samiðnar – sambands iðnfélaga                              F.h. Orkuveitu Reykjavíkur,
vegna aðildarfélaga                                                       sameignarfyrirtækis