Matar- og kaffitímar

3.1.       Matar- og kaffitímar

3.1.1.             Matartími skal vera 45 mínútur á tímabilinu kl. 12:00 – kl. 13:00, samanber kafla 2.9. Þó er heimilt, þegar tvísetja þarf í mötuneyti, að hafa matarhlé á tímabilinu kl. 11:30 – kl. 13:30.

Verktaki skal skipuleggja flutning starfsmanna frá einstökum vinnusvæðum í mötuneyti með þeim hætti að allir starfsmenn fái fullar 45 mínútur í matartíma.

3.1.2.             Kaffitímar í dagvinnu skulu vera tveir, hvor 20 mín., og skulu teknir fyrir og eftir hádegi.

3.1.3.             Sé yfirvinna unnin, skulu matartímar vera kl. 19:00 – kl. 20:00 og kl. 02:00 – kl. 03:00.

3.1.4.             Sé yfirvinna unnin, skulu kaffitímar vera kl. 23:00 – kl. 23:20, kl. 05:00 – kl. 05:20 og síðustu 20 mín. áður en dagvinna hefst. Starfsmenn eiga þó ekki rétt á kaffitímanum við upphaf dagvinnu, hefji þeir störf innan tveggja klukkustunda áður en dagvinna hefst.

3.1.5.             Sé unnið á laugardögum, sunnudögum eða öðrum helgi- og frídögum, skulu kaffi- og matartímar vera á sömu tímum og á virkum dögum.

3.2.       Vinna í matar- og kaffitímum

3.2.1.             Í matar- og kaffitímum skal því aðeins unnið, að starfsmenn séu fúsir til þess.

3.2.2.             Kaffi- og matartímar í yfirvinnu, sem falla inn í vinnutímabil, reiknast sem vinnutímar, og sé unnið í þeim, skal greiða til viðbótar vinnutímanum með yfirvinnukaupi 20 mín. fyrir hvern kaffitíma og eina klst. fyrir hvorn matartíma og skal það einnig gert þótt skemur sé unnið.