1.1.1. Launataxtar
Með gildistöku samnings þessa falla úr gildi allir fyrri launataxtar FHS, sbr. þó gr. 1.2.3. Frá gildistöku samningsins verða launataxtar hársnyrtisveina sem hér segir:
Iðnaðarmenn með sveinspróf Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.v. Byrjunarlaun 186.555 1.076 1.937 2.565 Eftir 1 ár 193.366 1.116 2.008 2.659 Eftir 3 ár 198.704 1.146 2.064 2.732 Eftir 5 ár 204.202 1.178 2.121 2.808 Sérhæfðir aðstoðarmenn í iðnaðarstörfum með mikla faglega reynslu í iðngreininni Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.v. Byrjunarlaun 133.618 771 1.388 1.837 Eftir 1 ár 134.754 777 1.399 1.853 Eftir 3 ár 137.027 791 1.423 1.884 Eftir 5 ár 139.299 804 1.447 1.915
Kauptaxtar frá 1.júlí 2006 – Samkv. endursk. ASÍ og SA | ||||
Iðnaðarmenn með sveinspróf | ||||
| Mán.laun | Dagvinna | Yfirvinna | Stórh.v. |
Byrjunarlaun | 178.084 | 1.027 | 1.849 | 2.449 |
Eftir 1 ár | 184.575 | 1.065 | 1.917 | 2.538 |
Eftir 3 ár | 189.662 | 1.094 | 1.970 | 2.608 |
Eftir 5 ár | 194.902 | 1.124 | 2.024 | 2.680 |
| | | | |
Sérhæfðir aðstoðarmenn í iðnaðarstörfum með mikla faglega reynslu í iðngreininni | ||||
| Mán.laun | Dagvinna | Yfirvinna | Stórh.v. |
Byrjunarlaun | 129.836 | 749 | 1.348 | 1.785 |
Eftir 1 ár | 130.940 | 755 | 1.360 | 1.800 |
Eftir 3 ár | 133.148 | 768 | 1.383 | 1.831 |
Eftir 5 ár | 135.356 | 781 | 1.406 | 1.861 |
Kauptaxtar frá 1. janúar 2006 – 30.júní 2006 | ||||
Iðnaðarmenn með sveinspróf | ||||
Mán.laun | Dagvinna | Yfirvinna | Stórh.v. | |
Byrjunarlaun | 163.084 | 941 | 1.694 | 2.242 |
Eftir 1 ár | 169.575 | 978 | 1.761 | 2.332 |
Eftir 3 ár | 174.662 | 1.008 | 1.814 | 2.402 |
Eftir 5 ár | 179.902 | 1.038 | 1.868 | 2.474 |
Sérhæfðir aðstoðarmenn í iðnaðarstörfum með mikla faglega reynslu í iðngreininni | ||||
Mán.laun | Dagvinna | Yfirvinna | Stórh.v. | |
Byrjunarlaun | 114.839 | 663 | 1.193 | 1.579 |
Eftir 1 ár | 115.940 | 669 | 1.204 | 1.594 |
Eftir 3 ár | 118.148 | 682 | 1.227 | 1.625 |
Eftir 5 ár | 120.356 | 694 | 1.250 | 1.655 |
Kauptaxtar eru lágmarkslaunataxtar en að öðru leyti gilda þau laun sem um semst á markaði.
1.1.2. Hársnyrtisveinar sem starfa í prósentulaunakerfi
Þegar sveinn vinnur í prósentulaunakerfi með kauptryggingu, þ.e. þegar kauptaxti kjarasamnings myndar grunn- eða lágmarkslaun, eru grunnlaun sveins sem svarar byrjunarlaunataxta samnings þessa. Lágmarkstekjur starfsmanns fyrir fullt starf (173,33 stundi á mánuði) skulu þó að jafnaði, m.v. fjögurra mánaða tímabil, ekki vera lægri en mánaðarlaun skv. starfsaldursþrepi viðkomandi sveins. Yfirvinnukaup reiknast af grunnlaunum. Greiðslur í veikinda- og slysatilfellum, þegar staðgengilsréttur hefur verið nýttur, skal miðast við laun skv. starfsaldursþrepi sveins.
1.1.3. Starfsaldur miðast við starfsaldur í starfsgrein frá sveinsprófi.
1.1.4. Meistarafélagið í hárgreiðslu, FHHM á Norðurlandi og sveinar í Félagi hársnyrtisveina láta óátalið, þótt meistari og sveinn geri sérsamning um launafyrirkomulag. Þó má mánaðarkaupið miðað við fullan vinnutíma ekki vera lægra en að ofan greinir.
1.1.5. Önnur atriði þessa samnings skulu einnig gilda fyrir þá sveina sem, taka laun í formi ákveðins hundraðshluta af útseldri vinnu. Orlof skal reiknast af þeim hundraðshluta útseldrar vinnu, sem sveinn fær greiddan.
1.1.6. Við starfslok starfsmanns, sem starfað hefur í prósentulaunakerfi, skal tryggt að lágmarkstekjur, m.v. fullt starf, hafi ekki verið lægri en laun skv. starfsaldursþrepi hans.
1.2.1. Launabreytingar á samningstímanum
Laun og aðrir kjaratengdir liðir hækka sem hér segir:
26. apríl 2004 3,25%.
1. janúar 2005 3,0%,
1. janúar 2006 2,5%
1. janúar 2007 2,25%.
1.2.2. Taxtar nær greiddu kaupi
Með samningi þessum eru lágmarkslaunataxtar hársnyrtisveina færðir nær greiddu kaupi í iðngreinunum og er það gert í fjórum áföngum. Nýir kauptaxtar eiga ekki sjálfkrafa að leiða til hækkunar umfram almennar launahækkanir skv. gr. 1.2.1. Þá skulu launabreytingar samkvæmt samningi þessum í engum tilvikum leiða til minni launahækkana en sem nemur launahækkun skv. gr. 1.2.1. Sjá nánar meðfylgjandi bókun um taxtabreytingarnar.
1.2.3. Frávik frá nýju kauptaxtakerfi
1.3. Desemberuppbót og orlofsuppbót
1.3.1. Desemberuppbót
Sveinar sem hafa verið í fullu starfi allt árið í sama fyrirtæki og eru við störf í fyrirtækinu í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember skulu eigi síðar en 15. desember ár hvert fá greidda sérstaka eingreiðslu, desemberuppbót, sem er:
Á árinu 2004 kr. 38.500
Á árinu 2005 kr. 39.700
Á árinu 2006 kr. 40.700
Á árinu 2007 kr. 41.800
Sveinar í hlutastarfi sem uppfylla sömu skilyrði skulu fá greitt hlutfallslega. Uppgjörstímabil er almanaksárið, en fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur, eða meira, fyrir utan orlof. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn. Desemberuppbót er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.
Sveinn, sem lætur af störfum á árinu vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf á árinu hjá sama vinnuveitanda, skal við starfslok fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.
Desemberuppbót að inniföldu orlofi greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.
1.3.2. Orlofsuppbót
Sveinn, sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama vinnuveitanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15. ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót:
Kr. 21.100 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2004
Kr. 21.800 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2005
Kr. 22.400 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2006
Kr. 23.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2007
miðað við fullt starf, en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Fullt starf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.
Orlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum.
Láti sveinn af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir 12 vikna samfellt starf á orlofsárinu skal hann við starfslok fá greidda orlofsuppbót vegna áunnins tíma. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Á orlofsuppbót greiðist ekki orlof.
1.3.3. Fjarvistir vegna fæðingarorlofs eða þegar kona þarf af öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma.
Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar. Sama gildir ef kona þarf að öryggisástæðum að leggja niður störf á meðgöngutíma, sbr. reglugerð um ráðstafanir til þess að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir konur sem eru þungaðar, hafa nýlega alið barn eða hafa barn á brjósti.
1.4.1. Tímakaup í dagvinnu er fundið með því að deila 173,33 í mánaðarlaun.
1.5.1. Vikukaup í dagvinnu er fundið með því að margfalda tímakaup í dagvinnu með 40.
1.6. Yfirvinnukaup og stórhátíðakaup
1.6.1. Yfirvinnukaup greiðist með tímakaupi, sem samsvarar 80% álagi á dagvinnukaup, þ.e. með 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum, sbr. gr. 2.3.2., greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
1.7. Laun fyrir óunna helgidaga
1.7.1. Laun fyrir óunna helgidaga, sem falla á mánudaga til föstudaga, eru greidd í 8 stundir á þeim taxta sem starfsmaður fær í dagvinnu aðra daga, auk yfirborgunar, ef hún eru fyrir hendi.
1.8. Laun fyrir unna helgidaga og stórhátíðir
1.8.1. Sé unnið helgidaga sem ekki teljast stórhátíðir er, auk dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga, greitt yfirvinnukaup.
1.8.2. Sé unnið á stórhátíðum er, auk dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga, greitt stórhátíðakaup.
1.9.1. Greiðsla vinnulauna fari fram síðasta virka dag mánaðarins.
1.10.1. Þegar sveinn er kallaður í vinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af vinnu skal greitt yfirvinnukaup í að minnsta kosti 4 klst., nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan tveggja klst.
1.11.1. Haldin verði námskeið í iðngreininni, sem öllum sveinum verði gefinn kostur á að sækja. Nefnd skipuð tveimur meisturum og einum sveini sér um fyrirkomulag námskeiðanna. Námskeiðin skulu haldin á þeim tíma, sem heppilegastur er fyrir báða aðila. Lengd námskeiðanna skal vera u.þ.b. 28 klst.
Viðkomandi meistarar greiði ½ þátttökugjald á námskeiðunum. Meistarar skulu veita sveinum frí á launum til þess að fara á námskeiðin, ef námskeið falla á vinnutíma. Ef námskeið er haldið í frítíma sveins, sem unnið hefur 18 mánuði eða lengur hjá sama meistara greiðir meistari námskeiðsgjald að fullu.
Einungis þeir sveinar, sem eru skuldlausir við sveinafélagið, hafa þátttökurétt í slíkum námskeiðum.
Taki sveinn þátt í hárgreiðslukeppni, sem haldin er á vegum MFH, gefur það sömu réttindi og námskeið, þar til næsta námskeið verður haldið