Ýmis ákvæði

11.1            Um atkvæðagreiðslu

11.1.1             
Samningsaðilar skulu bera samning þennan upp til afgreiðslu á lögformlegan hátt sbr. 5. gr. laga nr. 80/1938. Atkvæðisrétt um samning þennan hafa eingöngu þeir félagsmenn Samiðnar sem skv. iðgjaldaskrá eru starfandi hjá viðkomandi sveitarfélögum. Félagsmenn hlutaðeigandi félaga greiða sameiginlega atkvæði um samning þennan.

11.2.           Námskeið.

11.2.1.            
Starfsmönnum skal eftir því sem við verður  komið gefin kostur á að sækja námskeið og kynnisferðir, sem koma þeim að gagni í starfi. Í þeim tilvikum að starfsmaður sæki slík námskeið eða kynnisferðir eftir ákvörðun vinnuveitanda skal hann halda dagvinnulaunum sínum.

Þegar nýr búnaður er settur upp skal viðkomandi starfsmanni gefinn kostur á að kynna sér hann og þeim séð fyrir nægilegri þjálfun í meðferð og viðhaldi hans.

11.2.2.            
Þeir starfsmenn sem sækja fræðslu- eða þjálfunarnámskeið samkvæmt beiðni stofnunar sinnar skulu halda reglubundnum launum á meðan og fá greiddan ferða- og uppihaldskostnað samkvæmt grein 5.2.

11.3          Samstarfsnefnd

11.3.1             
Samningsaðilar eru sammála um að koma á fót samstarfsnefnd þessara aðila, sem fjalli um ágreiningsefni sem upp kunna að koma í sambandi við framkvæmd samningsins. Nefndin skal einnig raða nýjum starfsheitum í launaflokka eftir því sem þörf er á.

Nefndin skal skipuð tveimur fulltrúum frá hvorum aðila en kalla má til fleiri fulltrúa ef nauðsyn krefur.