Um kaup

2.1.       Laun

2.1.1.              
Frá og með 1. desember 2001 skulu öll mánaðarlaun vera samkvæmt eftirfarandi launatöflu.

LAUNATAFLA (TENGILL)

2.1.2.              
Launahækkanir

Laun og kjaratengdir liðir hækka sem hér segir á samningstímanum

1. janúar 2002 um               3,0%
1. janúar 2003 um               3,0%
1. janúar 2004 um               3,0%
1. janúar 2005 um               3,0%

2.1.3.              
Lífaldur og launaþrep:

1.      þrep að 25 ára aldri
2.      þrep frá 25 ára aldri
3.      þrep frá 27 ára aldri
4.      þrep frá 30 ára aldri
5.      þrep frá 35 ára aldri
6.      þrep frá 40 ára aldri
7.      þrep frá 45 ára aldri

Innröðun í þrep miðast við aldur frá upphafi næsta mánaðar eftir afmælisdag.

2.1.4               
Röðun í launaflokka

 Lfl         Starfsheiti

150      Eftirlitsmaður fasteigna í Reykjanesbæ

2.2.      Dagvinna.

2.2.1.              
Dagvinna finnst með því að deila 173,33 í mánaðarlaun  viðkomandi starfsmanns.

2.3.    Yfirvinna.

2.3.1.              
Yfirvinna greiðist með tímakaupi. Tímakaup er 1,0385% af mánaðarlaunum viðkomandi starfsmanns.

2.3.2.              
Öll yfirvinna á stórhátíðum greiðist með tímakaupi er nemi 1,375% af mánaðarlaunum viðkomandi starfsmanns.

2.4     Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi, sbr. gr. 2.2.1. Vaktaálag skal vera:

33,33%  kl. 17:00 – 24:00 mánudaga til fimmtudaga

55,00%  kl. 17:00 – 24:00 föstudaga

55,00%  kl. 00:00 – 08:00 mánudaga til föstudaga

55,00%  kl. 00:00 – 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga

90,00%  kl. 00:00 – 24:00 stórhátíðardaga, sbr. 3.2.3.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega.

2.5      Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi, sbr. gr. 2.2.1 með eftirtöldum hætti:

45,00%  kl. 00:00 – 08:00 mánudaga

33,33%  kl. 00:00 – 08:00 þriðjudaga til föstudaga

33,33%  kl. 17:00 – 24:00 mánudaga – fimmtudaga

45,00%  kl. 17:00 – 24:00 föstudaga

45,00%  kl. 00:00 – 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga

90,00%  kl. 00:00 – 24:00 stórhátíðardaga, sbr. 2.1.4.3.

Brot úr klst. greiðist hlutfallslega. Um greiðslur fyrir útköll á bakvakt gildir gr. 3.5.

2.6       Laun fyrir hluta úr mánuði.

2.6.1               
Þegar unninn er 8 stunda vinnudagur reglubundið reiknast brot úr mánaðarlaunum  þannig, að deilt er í mánaðarlaunin með 21,67 og margfaldað með fjölda þeirra almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi til loka starfstímans.

2.7       Afleysingar og tilfærslur í starfi.

2.7.1               
Aðilar eru um það sammála, að eigi þurfi að jafnaði að fela starfsmanni sérstaklega að gegna starfi yfirmanns nema fjarvera yfirmannsins vari lengur en 5 vinnudaga samfellt.

2.7.2.                             
Sé aðalstarf starfsmannsins launað sem staðgengilsstarf yfirmanns, ber starfsmanninum laun skv. flokki yfirmanns eftir sínu aldursþrepi, gegni hann starfi hans lengur en 4 vikur samfellt eða hafi hann gegnt starfi yfirmanns lengur en 6 vikur á hverjum 12 mánuðum. Laun skv. flokki yfirmanns greiðist einungis frá lokum nefndra 4 eða 6 vikna.

2.7.3               
Starfsmaður sem ekki er í stöðu staðgengils yfirmanns, en er falið að gegna störfum yfirmanns í forföllum hans eða störfum annars hærra launaðs starfsmanns, skal taka laun skv. launaflokki hins forfallaða starfsmanns en eftir sínu aldursþrepi þann tíma er hann gegnir starfi hans.

2.7.4               
Sé starfsmaður færður til frambúðar í lægra launað starf skal hann halda óbreyttum launum til jafnlengdar áunnum uppsagnarfresti.

2.8     Óheimilar fjarvistir.

2.8.1               
Komi starfsmaður of seint til vinnu á hann ekki kröfu á launum fyrir þann fjórðung klukkustundar sem hann mætti í, né þann tíma, sem áður er liðinn.

2.9      Desemberuppbót.

2.9.1               
Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Desemberuppbót skal nema 45% af launaflokki 118, 7. þrepi. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. Á desemberuppbót greiðist ekki orlofsfé.

2.9.2               
Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

2.10     Útborgun launa.

2.10.1             
Laun skulu greidd mánaðarlega eftir á. Við greiðslu launa á starfsmaður rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu. Á launaseðli skulu tilgreind föst laun starfsmanns, það tímabil, sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnu- og álagsstunda, frítökuréttur, sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða, sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar.

2.11      Réttindi þeirra sem vinna hluta úr degi

2.11.1             
Fólk sem ráðið er til starfa hluta úr degi og vinnur reglubundinn vinnutíma, skal taka hlutfallsleg mánaðarlaun miðað við vinnutíma fastráðins fólks.

2.11.2             
Starfsfólk, sem vinnur reglubundið hluta úr degi hjá sama vinnuveitanda, skal njóta sama réttar um greiðslur fyrir samningsbundna frídaga, veikinda- og slysadaga, starfsaldurshækkanir o.fl. og það, sem vinnur fullan vinnudag, og skulu greiðslur miðaðar við venjulegan vinnutíma starfsmanns.

2.11.3             
Aðilar eru sammála um að ofangreint ákvæði eigi jafnt við um þá sem vinna samfellt hluta úr degi alla vikuna og þá sem vinna reglubundið t.d. einn dag í viku eða hluta af einum degi.