Bókun vegna skoðunar á launakerfi

Verið er að taka upp nýtt launaflokkakerfi með samningi þessum. Samningsaðilar sjá þetta sem fyrsta skref í að búa til heildstætt launakerfi sem nýtist greininni í heild sinni. Til að þróa þetta kerfi enn frekar eru samningsaðilar sammála um að fyrir árslok 2004 fari fram endurskoðun á áhrifum hins nýja kerfis. Markmið er að bæta við nýjum launatöxtum. Skipa skal nefnd fyrir lok október sem hafi þetta verkefni. Í nefndinni skulu vera 3 aðilar frá hvorum samningsaðila. Nefndin skal skila áliti eigi síðar en 10. desember 2004.