Samningsaðilar eru sammála um að á samningstímabilinu verði kannaðar leiðir til að draga úr undirverktöku einstakra starfsmanna eða starfshópa, í þeim tilvikum þar sem um ráðningarsamband er að ræða og það á við skv. venju eða eðli máls.
Bókun um verðskrár ákvæðisvinnu
Félög sem áður voru í Meistara- og verktakasambandi byggingamanna verða áfram bundin af eftirfarandi yfirlýsingu um verðskrár í ákvæðisvinnu múrara og pípulagningarmanna:
„Meistara- og verktakasamband byggingamanna, fyrir hönd viðkomandi aðildarfélaga sinna annars vegar og Samband byggingamanna, fyrir hönd aðildarfélaga sinna hins vegar, eru sammála um að þær ákvæðisvinnuverðskrár fyrir múrara og pípulagningamenn, sem í gildi hafa verið, gildi áfram með sama fyrirkomulagi og verið hefur.
Komi til þess að viðkomandi aðildarfélög innan Sambands byggingamanna fái ekki upplýsingar um breytingu er kunna að verða gerðar á verðskránum, þá skuldbindur Meistara- og verktakasamband byggingamanna sig fyrir hönd viðkomandi meistarafélaga til þess að láta Sambandi byggingamanna þær í té eins fljótt og unnt er eftir að þær verða gerðar.“