Forsendur og gildistími samningsins

18.1            Samningsforsendur

18.1.1         Komi til þess að nefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem starfa mun samkvæmt 23. gr. kjarasamnings Samtaka atvinnulífsins við Samiðn, dags. 14. apríl árið 2004, nái samkomulagi um almenna hækkun launataxta, skal sú hækkun einnig ná til þessa samnings. Verði framannefndum samningi sagt upp, skal samningur þessi einnig vera uppsegjanlegur miðað við sömu tímamörk.

18.2            Gildistími

18.2.1         Samningur þessi gildir frá og með 1. maí 2004 til og með 31. mars 2008 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

18.2.2         Samningsaðilar skulu bera samning þennan upp á lögformlegan hátt, sbr. 5. gr. laga nr 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur með síðari breytingum. Atkvæðisrétt um samning þennan eiga eingöngu þeir félagsmenn Samiðn sem eru ráðnir við ríkisstofnanir. Félagsmenn hlutaðeigandi aðildarfélaga greiða sameiginlega atkvæði um samning þennan.

Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir kl. 15 þann 5. júlí 2004 skoðast hann samþykktur.

18.2.3         Fjármálaráðherra fer með atkvæðisrétt ríkissjóðs.

Reykjavík, 8. júní 2004

F.h. Samninganefndar ríkisins                                                              F.h. Samiðnaðar

með fyrirvara um samþykki                                                  með fyrirvara um samþykki

fjármálaráðherra                                                                                         félagsmanna