Bókanir og samkomulag

Bókun 1

Aðilar eru sammála um að setja sameiginlega reglur fyrir sjóð skv. gr. 10.3.1 og skal því lokið fyrir 31. október 2004. Þar skuli m.a. gert ráð fyrir því með hvaða hætti sjóðsstjórn hafi svigrúm til að ráðstafa tekjum sjóðsins m. t. t. núverandi skiptingar milli styrkja til einstaklinga annars vegar og styrkja til sameiginlegra verkefna hins vegar.

Það er sameiginlegur vilji aðila að leggja aukna áherslu á verkefni sem nýtast heildinni frekar en eintaklingsbundin verkefni.

Bókun 2

Verði í kjarasamningum ríkisstarfsmanna haustið 2004 samið um verulegar breytingar eða annað form á orlofs- eða persónuuppbót munu aðilar taka upp viðræður sín á milli um hvort nauðsynlegt reynist að gera breytingar á samsvarandi greinum í samningi aðila.  

Samkomulag um takmörkun verkfallsréttar 

Það er sameiginlegt markmið aðila að færa starfsumhverfi félagsmanna Samiðnar nær því sem gildir um aðra starfsmenn ríkisins. Því hafa aðilar komist að samkomulagi um eftirfarandi:

Ákvæði III. kafla laga nr 94/1986 skulu gilda um ákvörðun og framkvæmd verkfalla félagsmanna Samiðnar frá og með gildistöku samnings þessa.