Auglýsing um sveinspróf

Sveinspróf í málmiðngreinum, netagerð, gull- og silfursmíði, skósmíði, úrsmíði, söðlasmíði, hársnyrtiiðn og snyrtifræði verða haldin í janúar 2005, ef næg þátttaka fæst.  Sveinspróf í vélvirkjun verður haldið í mars 2005.  Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Umsýsluskrifstofu námssamninga og sveinsprófa www.uns.is.

Sveinspróf í húsasmíði verður haldið 28. – 30. janúar 2005.  Umsóknafrestur er til 1. des.  Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frami hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins eða á heimasíðu MFB www.mfb.is