Íslandsmeistaramót í málmsuðu

Íslandsmeistaramótið í málmsuðu 2004 fer fram í Iðnskólanum í Hafnarfirði laugardaginn 6. nóvember n.k. og hefst stundvíslega kl 8:00. Aðalstyrktaraðili mótsins að þessu sinni er JAK ehf í samstarfi við Fronius í Austurríki og verður sérfræðingur frá Fronius á staðnum og kynnir suðubúnað fyrirtækisins.  Iðnskólinn í Hafnarfirði verður einnig með opið hús þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að kynna sér starfsemi skólans þar á meðal CNC tölvukennslu og eldsmíði en eldsmíðakennari skólans mun sína réttu handbrögðin.  Mötuneyti skólans verður opið og verða þar léttar veitingar í boði skólans.  Hvetjum við alla áhugasama um málmsuðu að nýta þetta einstaka tækifæri og sjá þá bestu í málmsuðu á Íslandi og kynnast starfsemi Iðnskólans.