Svohljóðandi fréttatilkynning hefur verið send út vegna yfirstandandi kjaraviðræðna: VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir aðila vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan …
Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara
Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í gær kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur lagt áherslu á að …
Námskeið um lífeyrismál
Vegna mikillar þátttöku í námskeiði Fagfélaganna um lífeyrismál n.k. þriðjudag hefur verið tekin ákvörðun um að bæta við öðru námskeiði daginn eftir 9. nóvember á sama stað og tíma kl. 17. Skráning á námskeiðið.
Kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins (SA)
Á fundi með Samtökum atvinnulífsins í síðustu viku var kröfugerð Samiðnar lögð fram vegna endurnýjunar kjarasamnings aðila. Tveir formlegir fundir hafa verið haldnir en samningurinn er laus frá og með 1. nóvember nk. Í viðræðunum fara iðnaðarmannafélögin í Húsi fagfélaganna saman sem ein heild. Í kröfugerðinni er m.a. gerð krafa um eftirfarandi: Aukinn kaupmátt launa Hlutfallshækkanir launa (prósentuhækkanir) Leiðrétting á …
Skrifstofa Samiðnar lokuð þriðjudaginn 13. september
Vegna námskeiðs í Húsi Fagfélaganna verður skrifstofa Samiðnar lokur nk. þriðjudag, 13. september.
Skrifstofa Samiðnar lokuð frá kl. 12:00 fimmtudaginn 1. september og allan föstudaginn 2. september
Skrifstofan opnar mánudaginn 5. september nk.
Nýtt verkfæragjald blikksmiða 1. júlí sl.
Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins (SA), breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu. Verkfæragjaldið breytist úr kr. 200,03 (01.01.2022) í kr. 215,23 frá og með 1. júlí sl. miðað við 36,25 virkar vinnustundir á viku.
Golfmóti iðnfélaganna aflýst
Vegna tæknilegra mistaka við skráningu hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA) er golfmóti iðnfélaganna, sem halda átti í haust, aflýst.
Lokun vegna sumarleyfa
Skrifstofa Húss Fagfélaganna verður lokuð frá 18.- 29. júlí 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks. Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á kjaramal@fagfelogin.is sé um kjaramál að ræða.
Frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
Þann 15. júní samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Alþingi lögfesti að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs fari úr 12% í 15,5% til samræmis við hækkun í samningi ASÍ og SA frá í janúar 2016. Samhliða hækkun lágmarksiðgjalds er hækkun lágmarkstryggingaverndar lögfest að hún verði 72% meðalævitekna miðað við 40 ára inngreiðslutíma fyrir þá sem …