Yfirlýsing vegna kjaraviðræðna

Svohljóðandi fréttatilkynning hefur verið send út vegna yfirstandandi kjaraviðræðna: VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og samflot iðn- og tæknigreina saman í kjaraviðræður VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina hafa ákveðið að taka höndum saman í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir aðila vísuðu viðræðum til ríkissáttasemjara um miðjan …

Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara

Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í gær kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur lagt áherslu á að …

Námskeið um lífeyrismál

Vegna mikillar þátttöku í námskeiði Fagfélaganna um lífeyrismál n.k. þriðjudag hefur verið tekin ákvörðun um að bæta við öðru námskeiði daginn eftir 9. nóvember á sama stað og tíma kl. 17.  Skráning á námskeiðið.

Kröfugerð gagnvart Samtökum atvinnulífsins (SA)

Á fundi með Samtökum atvinnulífsins í síðustu viku var kröfugerð Samiðnar lögð fram vegna endurnýjunar kjarasamnings aðila. Tveir formlegir fundir hafa verið haldnir en samningurinn er laus frá og með 1. nóvember nk. Í viðræðunum fara iðnaðarmannafélögin í Húsi fagfélaganna saman sem ein heild. Í kröfugerðinni er m.a. gerð krafa um eftirfarandi: Aukinn kaupmátt launa Hlutfallshækkanir launa (prósentuhækkanir) Leiðrétting á …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða 1. júlí sl.

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins (SA), breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu. Verkfæragjaldið breytist úr kr. 200,03 (01.01.2022) í kr. 215,23 frá og með 1. júlí sl. miðað við 36,25 virkar vinnustundir á viku.

Golfmóti iðnfélaganna aflýst

Vegna tæknilegra mistaka við skráningu hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA) er golfmóti iðnfélaganna, sem halda átti í haust, aflýst.

Lokun vegna sumarleyfa

Skrifstofa Húss Fagfélaganna verður lokuð frá 18.- 29. júlí 2022 vegna sumarleyfa starfsfólks. Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á kjaramal@fagfelogin.is sé um kjaramál að ræða.

Frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða

Þann 15. júní samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Alþingi lögfesti að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs fari úr 12% í 15,5% til samræmis við hækkun í samningi ASÍ og SA frá í janúar 2016. Samhliða hækkun lágmarksiðgjalds er hækkun lágmarkstryggingaverndar lögfest að hún verði 72% meðalævitekna miðað við 40 ára inngreiðslutíma fyrir þá sem …