Gagnlegt samtal við Samtök atvinnulífsins

Samninganefnd Samiðnar hefur átt níu fundi með Samtökum atvinnulífsins (SA) frá 23. ágúst síðastliðnum. Viðfangsefni fundanna hefur verið vinna við tímasetta verkáætlun sem er hluti af núgildandi kjarasamningi. Kjarasamningar iðnaðarmanna verða lausir í upphafi næsta árs. Samtalið hefur verið gagnlegt og ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar á texta og bókunum. Í verkáætluninni er tekið á mörgum viðfangsefnum en helstu verkefni …

Námskeið fyrir trúnaðarmenn

Námskeið fyrir trúnaðarmenn félaga í Samiðn verða haldin á Stórhöfða 31 dagana 20. og 23. október. Þessi námskeið teljast til þriðja hluta. Megináhersla er lögð á grunntölur launa, útreikninga á launaliðum, mikilvægi launaseðla og kunnáttu til að yfirfara þá. Nemendur leysa verkefni þessu tengt og læra helstu deilitölur, launaútreikninga og verkefni námskeiðsins felst í að reikna heil mánaðarlaun frá grunni. …

Hallur og Lárus hlutskarpastir á Jaðarsvelli

Golfmót iðnfélaganna fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 16. september síðastliðinn. Frábær þátttaka var á mótinu og allar aðstæður til golfiðkunar eins og best verður á kosið. Leikið var með tveggja manna Texas-scramble fyrirkomulagi; höggleikur með forgjöf. Leiknar voru 18 holur. Þátttakendur voru 92 talsins. Verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin á mótinu. Auk þess voru veitt nándar- og …

Ungt iðnaðarfólk í eldlínunni

Fulltrúar Íslands í ellefu iðngreinum etja nú kappi í Gdansk í Póllandi þar sem Euroskills, Evrópumót iðngreina, fer fram dagana 5.-9. september. Ísland hefur átt fulltrúa í keppninni – sem fer fram annað hvert ár – frá árinu 2007. Aldrei hafa þeir hins vegar verið fleiri. Ellefu ungir og efnilegir fulltrúar taka þátt í eftirfarandi greinum: „Að taka þátt í …

Fundað með fulltrúum atvinnurekenda

Forsvarsmenn Samiðnar áttu í dag fund með samningafólki Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn var liður í undirbúningi fyrir kjaraviðræður aðila og byggir á samkomulagi um verkáætlun sem samkomulag náðist um í síðustu kjaraviðræðum. Verkáætlunin snýr að þeim kjaraliðum sem ekki var samið um í síðustu kjarasamningum. Þar má nefna vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og fleiri mikilvæg málefni. Fundað verður með reglubundnum hætti í …

GOLFMÓT IÐNFÉLAGANNA

Sameiginlegt golfmót iðnfélaganna verður haldið laugardaginn 16. september nk. á Jaðarsvelli Akureyri. Skráning á gagolf@gagolf.is eða í Golfboxinu.

Vel heppnað afmælisgolfmót

Kristján Björgvinsson og Vilhjálmur Steinar Einarsson báru sigur úr býtum á afmælisgolfmóti Samiðnar sem fram fór á Hólmsvelli í Leirunni sunnudaginn 20. ágúst síðastliðinn. Keppt var hvoru tveggja í höggleik með og án forgjafar. Sigurvegarar í höggleik án forgjafar Kristján Björgvinsson Árni Freyr Sigurjónsson Hans Óskar Isebarn Sigurvegarar í höggleik með forgjöf Vilhjálmur Steinar Einarsson Ágúst Þór Gestsson Ríkharður Kristinsson …

AFMÆLISGOLFMÓT SAMIÐNAR

Í tilefni af 30 ára afmæli Samiðnar verður afmælisgolfmót haldið 20. ágúst nk. í Leirunni (sjá auglýsingu). Skráning fer fram í golfboxinu: tengill á skráningu Þeir sem ekki hafa aðgang að golfboxinu geta skráð sig á netfangið: gs@gs.is

Sumarlokun skrifstofu Samiðnar

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð frá 22. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Í neyðartilvikum er hægt að senda tölvupóst á gudfinnur@samidn.is sé um kjaramál að ræða.