Ný stjórn Iðnsveinafélags Skagafjarðar

Iðnsveinafélag Skagafjarðar hélt aðalfund sinn þann 1. júní sl. Góð mæting var á fundinum og þar var m.a. ný stjórn Iðnsveinafélagsins Skagafjarðar kosinn. Formaður og framkvæmdastjóri Samiðnar mættu á fundinn og svöruðu ýmsum spurningum sem hvíldu á fundarmönnum.

Miðstjórnarfundur Samiðnar

Miðstjórnarfundur Samiðnar fór fram í lok síðustu viku. Á fundinum fór formaður Samiðnar yfir skýrslu sina og framkvæmdastjóri yfir helstu verkefni sambandsins, auk þess sem ársreikningur sambandsins var staðfestur.  Á fundinum hélt Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, erindi um stöðu þjóðhagsbúsins og spár Seðlabankans um framhaldið. Var það álit stjórnarmanna í Miðstjórn Samiðnar að fundurinn hafi verið vel heppnaður og var sérstaklega …

Jafnræði í inntökuskilyrðum

Í vikunni samþykkti Alþingi frumvarp sem sneri að inntökuskilyrðum í háskóla. Eitt helsta markmið frumvarpsins var að jafna stöðu nemenda sem hafa lokið list-, tækni- og starfsnámi af 3. hæfniþrepi og þeirra sem lokið hafa stúdentsprófi til inngöngu í háskóla. Þessi breyting felur í sér aukið jafnræði til náms óháð mismunandi námsleiðum nemendum og þeim lokaprófum frá framhaldsskólum sem nemendu …

„Allir vinna“ slær í gegn

Ekkert lát er á endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna framkvæmda. Óhætt er að segja að átakið „Allir vinna“ – sem felur í sér tímbundna hækkun á virðisaukaskatti úr 60% í 100%, hefur slegið í gegn. Ef horft er til fyrstu fjögurra mánaða ársins 2021 þá hefur endugreiðsla vegna endurbóta og viðhalds á íbúðarhúsnæði verið samtals 546 m.kr., vegna nýbygginga á íbúðarhúsnæði …

Varhugaverðar hækkanir

Varhugaverðar hækkanir á á fasteignamarkaði Samkvæmt nýbirtri skýrslu Íslandsbanka hækkaði íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,6% í mars á milli mánaða. Þar kemur fram að þetta sé mesta hækkun á íbúðarverði síðan árið 2017. Tekið er fram að 12 mánaða hækkun mælist nú 8,9% en hafi verið 7,3% í febrúar. Ef horft er til raunhækkunar að þá nemur hún 4,6%. Íslandsbanki …

Betur má ef duga skal

Menntamálastofnun birti nýlega samantekt um umsóknir, innritun og nemendafjölda í framhaldsskólum á vorönn 2021. Þar er m.a. verið að fjalla um starfsnám en undir þá skilgreiningu í samantektinni falla iðngreinar sem kenndar eru í framhaldsskólum hér á landi. Í samantektinni kemur m.a. fram að umsóknir í starfsnám voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið …