Vaktavinna

16.1.     Vaktavinna

Heimilt er að vinna á vöktum þannig að vaktavinna nái til hluta eða allra starfsmanna.

16.2.     Vinnutilhögun

16.2.1.           Unnið er í 5, 6 eða 8 daga úthöldum, sbr. þó grein 16.2.2.  Í 5 daga úthöldum komi tveggja daga frí, í 6 daga úthöldum komi þriggja daga frí og í 8 daga úthöldum komi fjögurra daga frí.

Unnið er annars vegar á dagvakt og hins vegar á næturvakt á tvískiptum vöktum. Heimilt er að byrja morgunvakt á tíma­bilinu frá kl. 06:00 til kl. 08:00 eða á öðrum tíma skv. samkomulagi við starfsmann. Vinnutími vaktavinnumanna skal vera óslitinn.

Ekki er heimilt að vinna vaktaskiptavinnu samkvæmt samningi þessum nema hún standi yfir í a.m.k. 28 daga (fjórar vikur) óslitið, nema veður eða aðrar óviðráðanlegar ástæður hamli að unnið sé. Tilkynna ber um upptöku og slit á vaktavinnu með einnar viku fyrirvara.

16.2.2.           Heimilt er að taka upp annað fyrirkomulag vakta en segir í gr. 16.2.1. með samþykki yfirtrúnaðarmanns og starfsmanna. Sjá einnig samning um framkvæmdir á Austurlandi, bls. 74.

16.3.     Tímaskrift í vaktavinnu

16.3.1.           Laun vaktavinnumanna á 12 klst. vöktum skulu vera sem hér segir:

Morgunvakt:   8 klst. á dagvinnukaupi + 30% vaktaálag

   4,5 klst. á yfirvinnukaupi

Kvöldvakt:      8 klst. á dagvinnukaupi + 30% vaktaálag

   4,5 klst. á yfirvinnukaupi

Sunnudagar    7 klst. á dagvinnukaupi + 30% vaktaálag

   6 klst. á yfirvinnukaupi

Sjá nánar fylgiskjöl með samningnum bls. 61-63 og 78-81.

16.3.2.           Laun vaktavinnumanna á 10 klst. vöktum skulu vera sem hér segir:

Morgunvakt:   8 klst. á dagvinnukaupi + 30% vaktaálag

   2 klst. á yfirvinnukaupi

Kvöldvakt:      8 klst. á dagvinnukaupi + 30% vaktaálag

   2 klst. á yfirvinnukaupi

Sunnudagar    7 klst. á dagvinnukaupi + 30% vaktaálag

   4 klst. á yfirvinnukaupi

16.3.3.           Öll vinna vaktavinnumanna fram yfir framangreindar vaktir telst yfirvinna.

16.4.     Neysluhlé á vöktum

Neysluhlé á hverri 12 klst. vakt er 75 mín., sem skiptist með nánara samkomulagi fyrirtækis og starfsmanna. Neysluhlé á hverri 10 klst. vakt er 60 mín.  Þegar unnið er fram yfir vakt skv. vaktskrá skal neysluhlé vera 10 mínútur fyrir hverja unna klst.

16.5.     Vaktaskipti

Ef vinnuveitandi óskar þess að starfsmenn hafi vaktaskipti á vinnusvæði greiðist sá tími sem í það fer að auki á yfirvinnu­kaupi, þó að lágmarki 15 mínútur.