Aðildarfélög Samiðnar sem eiga aðild að kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna Strætó bs. hafa samþykkt kjarasamning sem undirritaður var 26. nóvember sl. Atkvæðagreiðslu lauk í gær, 3. desember.
Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.