Kjarasamningur vegna starfsmanna Strætó bs. undirritaður

Samninganefnd Samiðnar undirritaði kjarasamning í gær við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna Strætó bs. Um er að ræða langtímakjarasamning til fjögurra ára með gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru í marsmánuði, auk markmiða og forsenda.

Kynning á kjarasamningnum verður haldin þriðjudaginn 3. desember nk. kl. 13:00. Í framhaldinu verður atkvæðagreiðsla haldin.