Samið við orkufyrirtækin

Samiðn undirritaði í dag, föstudaginn 21. júní, nýja kjarasamninga vegna starfsfólks aðildarfélaga í orkugeiranum. Skrifað var undir kjarasamninga við Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Landsvirkjun, HS Orku og HS Veitur.

Samningarnir eru á sambærilegum nótum og aðrir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið að undanförnu og byggja á Stöðugleikasamningi sem undirritaður var milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og sambanda og félaga innan ASÍ, 7. mars sl. Meginmarkmið Stöðuleikasamningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta.

Kynning samninganna fer fram á næstu dögum og atkvæðagreiðslur hefjast kl. 16:00 í dag. Henni lýkur kl. 12:00, föstudaginn 28. júní nk.

Atkvæðagreiðslur eru rafrænar og fara fram á „Mínum síðum“ aðildarfélaganna.