Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar

Trúnaðarmannanámskeið Samiðnar fer fram daganna 30. og 31. mars. Námskeiðið telst til 2. hluta.

Félagsmenn á vinnustöðum eru hvattir til að kjósa sér trúnaðarmann. Allar upplýsingar um vinnustaði sem hafa engan trúnaðarmann eru vel þegnar. Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við ykkar aðildarfélag innan Samiðnar.

Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans. Stofna þarf aðgang með íslykli, rafrænum skilríkjum eða lykilorði.

Kennarar verða Sigurlaug Gröndal auk starfsmanna félaganna. Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri Samiðnar, mun kynna starfsemi Samiðnar og fræða nemendur  á námskeiðinu um innihald og uppbyggingu kjarasamninga og einnig um nýgerða kjarasamninga o.fl.

Á námskeiðinu er lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og hvernig megi stuðla að góðum samskiptum. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda. Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim. Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.

Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig fylla út námsmat og sækja viðurkenningarskjölin að námskeiði loknu.

Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðunum, þar sem námsefni verður meira eða minna rafrænt.

Aðildarfélög Samiðnar munu greiða fyrir þátttöku sinna félagsmanna og boðið er upp á ókeypis mat og kaffi á meðan námskeiðið fer fram. Félagsmenn eiga að halda launum frá sínum launagreiðanda á meðan námskeið varir.

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af ASÍ og BSRB. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks. Félagsmálaskólinn býður reglulega upp á námskeið fyrir starfsfólk stéttarfélaga, trúnaðarmenn og stjórnarmenn þar sem lögð er áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni