Hilmar Harðarson nýr formaður Samiðnar

Hilmar Harðarson var kosinn nýr formaður Samiðnar – Sambands iðnfélaga, á sjöunda þingi sambandsins sem haldið var á Grand Hótel í Reykjavík og lauk í dag og varaformaður sambandsins var kjörinn Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri.  Finnbjörn A. Hermannsson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Hilmar Harðarson er einnig formaður FIT – Félags iðn- og tæknigreina, sem er stærsta aðildarfélag Samiðnar með um fimm þúsund félagsmenn. Um 125 fulltrúar aðildarfélaga af landinu öllu sóttu þingið. Auk hefðbundinna þingstarfa var því fagnað að þann 3. maí voru 20 ár liðin frá stofnun Samiðnar. 

Sjá ályktanir þingsins.