Undirbúningur fyrir þing ASÍ

Málefnavinna fyrir þing ASÍ sem haldið verður í næstu viku stendur nú yfir á vettvangi
Samiðnar en aðildarfélög sambandsins eiga 21 fulltrúa á þinginu.  Meðal málefna sem rædd eru varða lífeyrismálin og húsnæðismálin auk þess sem vinnumarkaðsmál og menntamál vega þungt.  Fyrir þinginu liggja nokkrar lagabreytingar auk tillagna um afnám verðtryggingar og hækkun iðgjalda í lífeyrissjóði.

Þingfulltrúar Samiðnar hafa þegar haldið einn málefnafund og fyrir dyrum stendur fundur í kvöld þar sem Halldór Gröndvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ fer yfir málin.

Sjá nánar.