Viðræður líklega sigldar í strand

Eftir að samningaviðræður hafa þokast áfram í rétta átt undanfarnar vikur, var alger viðsnúningur í viðræðum síðustu daga. Staðan er orðin þannig, eftir fundi síðustu daga og afarkosti SA, að ómögulegt er að halda viðræðum áfram.

Óskað var eftir formlegum fundi með SA í byrjun næstu viku og ætlar ríkissáttasemjari að verða við því. Komi ekki fram nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins neyðist samninganefndin til að lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara og slíta viðræðum. Til að undirbúa næstu skref verður fundað með okkar baklandi. Það er forsenda þess að við undirbúum átakaferli.

Ýmislegt hefur þó áunnist í viðræðum undanfarinna vikna svo við lítum ekki á það sem tapaða vinnu heldur muni sú vinna nýtast í framhaldinu.

Mikilvægt að taka það fram að við höfum lagt okkur fram við að ná samningum en vegna óbilgirni SA þá er staðan orðin svona.

Við tökum stöðuna á mánudagsmorgun um næstu skref hjá okkur iðnaðarmönnum. Fundur verður haldinn á mánudag eða þriðjudag hjá ríkissáttasemjara. Í framhaldinu munu iðnaðarmannafélögin þurfa að meta ástandið og fá heimild til að hefja næstu skref.

Ef ekkert breytist strax í næstu viku þurfa félögin, hvert og eitt, að teikna upp og virkja okkar sterkustu hópa komi til átaka.