Fyrsti fundur á nýju ári með SA

Í morgun var haldinn fundur samninganefndar iðnfélaganna með Samtökum atvinnulífsins þar sem farið yfir vinnulag við endurnýjun kjarasamningana og tekin fyrir málefni eins og vinnutímastytting og kauptaxtamál.

Megin niðurstaðan fundarins var að samningsaðilar munu skipuleggja vinnutörn næstu tvær vikurnar með það að markmiði að látið verði á það reyna hvort forsendur séu fyrir nýjum kjarasamningi. Reynist forsendur fyrir nýjum samningi vera til staðar, verður vinnunni haldið áfram með það að markmiði að ljúka samningum.