Byggiðn og FIT óska eftir að ráða vinnumiðlara

Helstu verkefni:

Vinnumiðlun til atvinnulausra.

Samskipti við launagreiðendur og opinbera aðila.

Móttökuviðtöl, eftirfylgni og upplýsingagjöf um réttindi á vinnumarkaði.

Menntunar og hæfniskröfur:

Nám sem nýtist í starfi.

Góð þekking og/eða reynsla á sviði vinnumarkaðar og málefnum atvinnulausra er æskileg.

Mjög góð samskipta- og aðlögunarhæfni.

Góð tölvuþekking og góð kunnátta í íslensku og ensku.

Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.

Umsóknum skal skilað til Þjónustuskrifstofu iðnfélaga, Borgartúni 30, 105 Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til 7. júní.