Launahækkanir um áramót

Starfsfólk eftirtalinna fyrirtækja og stofnana sem Samiðn hefur kjarasamninga við fá almennar launahækkanir þann 1. janúar: 

Kirkjugarðar Reykjavíkur 0,50%
Vélamiðstöðin ehf 0,50%
Ríkið 0,50%
Launanefnd sveitarfélaga 3%
Strætó bs 0,50%
Skálatúnsheimilið 0,50%
Faxaflóahafnir 2,5%
Reykjavíkurborg 2,5%

Kjarasamningar á almennum markaði eru lausir um áramót og eru því engar launahækkanir nú á kjarasamningum sem snúa að Samtökum atvinnulífsins, Bílgreinasambandinu og Meistarasambandi byggingamanna.