Orlofsréttur

Allir launamenn eiga rétt á orlofi og er sá réttur tryggður í kjarasamningum og lögum. Í lögum nr. 30/1987 er gert ráð fyrir að orlofsgreiðslum af öllum tekjum megi breyta í orlofstíma. Þá er miðað við að orlof skuli greiða af öllum tekjum og hlunnindum að kostnaðarliðum undanskildum.