Þjónustuskrifstofa iðnfélaga

Þjónustuskrifstofa iðnfélaga var stofnuð í júlí 1996.  Hlutverk hennar er að annast umsýslu fyrir aðildarfélög skrifstofunnar og svara erindum frá félagsmönnum þeirra.

Aðildarfélög að Þjónustuskrifstofunni eru:

BYGGIÐN - Félag byggingamanna  (www.byggidn.is)

FIT - Félag iðn- og tæknigreina  (www.fit.is)

Samiðn - Samband iðnfélaga  (www.samidn.is)

Verðskrá húsasmiða  (www.verdskra.is)

Skrifstofan leigir auk þess og þjónustar VIRK- Starfsendurhæfingarsjóð (www.virk.is) og STARF - Vinnumiðlun og ráðgjöf (www.starfid.is).


Helstu verkefni:

Bókhald og gjaldkerastörf, launavinnsla, símsvörun, svörun vegna kjarasamninga, umsjón með úthlutunum orlofshúsa, umsjón með félagaskrám, svörun og skráning mælinga, viðhald heimasíðu Samiðnar (www.samidn.is), ræstingar og umsjón og viðhald tölvukerfis.

Þjónustuskrifstofan er til húsa að Borgartúni 30 og er opin frá kl. 8 til 16 (einum tíma skemur á föstudögum). Sími skrifstofunnar er 535 6000 og fax 535 6020.