22. mar 2017

1.maí - launahækkun 4,5%

> Laun á almennum vinnumarkaði hækka um 4,5% þann 1.maí í samræmi við kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.
Sjá nánar.

> Laun starfsmanna hjá ríkinu hækka um 4,5 að lágmarki þann 1.júní.  
"Þann 1. júní 2017 tekur gildi ný launatafla sem byggir á álagsþrepum í stað aldursþrepa. Við vörpun er tryggt að enginn fái minna en sem nemur 4,5% hækkun. Í einhverjum tilvikum gæti þurft að varpa einstaklingi í hærri flokk/þrep en röðunarforsendur gera ráð fyrir. Til að fá frekari hækkun á röðun verður viðkomandi fyrst að uppfylla skilyrði samkvæmt nýjum röðunarforsendum."
Sjá nánar.