Viðræðuáætlun við ríkið endurskoðuð – eingreiðsla 1. ágúst

Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og samninganefnd ríkisins hafa sammælst um að endurskoða gildandi viðræðuáætlun með það að markmiði að nýr kjarasamningur verði undirritaður eigi síðar en 30. september.  Ástæðan er að áætlaður tími í þær umfangsmiklu kerfisbreytingar sem fyrirhugaðar eru, s.s. hugsanleg launaþróunartrygging og breytt fyrirkomulag vinnutíma, hafi verið vanmetinn.  Þar sem langt er um liðið að gildistími síðasta kjarasamnings rann sitt skeið, eru aðilar ásáttir um innágreiðslu til þeirra sem fylgja samningnum að upphæð kr. 105.000 og komi til greiðslu þann 1. ágúst nk.

Sjá nánar.