Tíminn tikkar á Alþingi

Í næstu viku kemur Alþingi saman á ný eftir jólafrí. Mörg mikilvæg mál bíða þingsins en eitt þeirra hefur þó algjöra sérstöðu en það er úrskurður kjaradóms um laun alþingismanna og æðstu embættismanna. Niðurstaða dómsins var ekki í neinu samræmi við þær launahækkanir sem almenningur hefur verið að fá og sem lagðar hafa verið til grundvallar í SALEK samkomulaginu. En SALEK samkomulagið byggir á því að samið sé um launaramma sem samræmis stöðu efnahagslífsins. Forsendan fyrir að sátt um slíkan ramma er að ekki séu mikil frávik frá honum og því geti almenningur treyst.
Það voru því mikil vonbrigði að opinber kjaradómur skyldi rjúfa ramman með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni.
Samiðn mótmælti dómum og skoraði á Alþingi að fella dóminn úr gildi, ef ekki þá yrði hann lagður til grundvallar við endurskoðun kjarasamninga í febrúar n.k.
Mat endurskoðunarnefndar ASÍ og SA á að liggja fyrir eigi síðar en í lok febrúar n.k. Alþingi hefur en möguleika á að taka málið upp og fella dóminn úr gildi áður en endurskoðunin fer fram. Breyti Alþingi ekki dómnum ber að líta svo á að Alþingi sé sammála launaþegahreyfingunni um að sambærilegar hækkanir eigi líka að koma til annarra launamanna.