Samiðn lýsir yfir fullum stuðningi við félaga í Sjómannasambandi

Samiðn lýsir yfir fullum stuðningi við félaga í Sjómannasambandinu sem nú eiga í harðvítugri deilu til að verja lögvarin lágmarkskjör kjarasamninga. Aðgerðir útgerðarfélagsins Brims miðast að því að færa skipulag og samskipti á vinnumarkaði langt aftur í tímann og hlýtur verkalýðshreyfingin að mæta því af fullri einurð.  Samiðn mótmælir jafnframt afskiptum lögreglu af vinnudeilu sem snýst um að verja lögvarin lágmarkslaun kjarasamnings og stríðir gegn áratugalangri hefð um samskipti á vinnumarkaði.