Samið um lífeyrisaukann við ríkið og Reykjavíkurborg

Í gær var undirritaður samningur við ríkið og Reykjavíkurborg um lífeyrisauka sambærilegan og opinberir starfsmenn fengu með breytingunum um síðustu áramót. Í þessari umferð náðist ekki samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga en stéttarfélögin hafa verið með sambærilegar kröfur gangvart þeim.

En hvers vegna var þessi samningur gerður og til hverra nær hann?
Í fyrsta lagi nær samningurinn til starfsmanna ríkisins og Reykjavíkurborgar sem taka laun og réttindi samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ.
Í öðru lagi er samningurinn til að jafna stöðu þessara starfsmanna ríkis og borgar við aðra starfsmenn s.s. þá sem taka laun samkvæmt kjarasamningum opinberu stéttarfélaganna.

En hvað er lífeyrisauki?
Lífeyrisauki er viðbótargreiðsla við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem mun fara lækkandi með árunum en er 5,85% við undirritun samningsins. Lífeyrisaukinn tekur til þeirra starfsmanna ríkisins og Reykjavíkurborgar sem voru á launum síðustu 12 mánuðina fyrir 1. júní 2017 og eiga a.m.k. þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þeir halda rétti til lífeyrisauka á meðan þeir starfa hjá áðurnefndum launagreiðendum.

Í samingnum er svo kveðið nánar á um rétt starfsmanna til lífeyrisaukans.
Með samingnum hefur náðst mikilvægur áfangi í að jafna lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins og Reykjavíkurborgar án tillits til hvaða kjarasamnings þeir fylgja.

Sjá samninginn.