Fréttir

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar úr kr. 149,8 í kr. 147,8 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar bókun í kjarasamningi (bls. 84).

Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Opnunartími um hátíðarnar

Samiðn óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári.

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð á Þorláksmessu og 2. janúar.  Brýn erindi má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Samiðn styrkir Rauða krossinn

Í stað þess að senda félögum og samstarfsaðilum jólakort styrkir Samiðn ásamt Byggiðn og FIT innanlandsstarf Rauða krossins um þessi jól.  

Deildir Rauða krossins á Íslandi, sem eru 42 um allt land, veita einstaklingum í erfiðleikum aðstoð. Stór hluti þeirrar aðstoðar er veittur í desembermánuði, gjarnan í samvinnu við Mæðrastyrksnefndir og/eða Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað. Í nær öllum tilvikum er neyðaraðstoð veitt í samstarfi við félagsþjónustu, prest eða önnur líknarfélög og samkvæmt ábendingum frá þessum aðilum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Harðarson formann FIT og Samiðnar og Finnbjörn A. Hermannsson formann Byggiðnar Félags byggingamanna, afhenta Helgu G. Halldórsdóttur verkefnisstjóra á samskiptasviði Rauða krossins styrkinn.

Sjá nánar.

Birta lífeyrissjóður tekinn til starfa

Birta lífeyrissjóður hóf í morgun formlega starfsemi eftir sameiningu Stafa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins. Heimasíða Birtu er www.birta.is þar sem sjá má allar helstu upplýsingar um hinn sameinaða sjóð.

Félag fagkvenna í karllægum iðngreinum - stofnfundur mánudaginn 28. nóvember

Næstkomandi mánudag 28. nóvember verður haldinn stofnfundur Félags fagkvenna sem er félag fyrir konur í karllægum iðngreinum.  Tilgangurinn með stofnun félagsins er að búa til öflugt tengslanet milli kvenna sem starfa í iðngreinum sem að stærstum hluta eru skipaðar körlum.

Allar konur sem lokið hafa sveinsprófi í karllægri iðngrein, eru í námi eða á námssamningi eru hvattar til að mæta á stofnfundinn.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði IÐUNNAR í Vatnagörðum 20 og hefst kl. 20.

Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu undirbúningshópsins https://www.facebook.com/events/979162078878917/

Birta lífeyrissjóður hefur störf 1. desember

Fjármálaráðuneytið hefur lagt blessun sína yfir sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs og mun hinn sameinaði sjóður, Birta lífeyrissjóður, hefja störf 1. desember nk.  Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Stafa mun verða framkvæmdastjóri hins nýja sjóðs sem við sameininguna verður fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins.  Miðað er við að starfsemi sjóðsins verði fyrst um sinn í Sundagörðum 2 þar sem Sameinaði lífeyrissjóðurinn er til húsa.