Fréttir

Hver er munurinn á að stela í verslun eða stela launum starfsmanna?

Mikill fjöldi erlendra starfsmanna er að störfum á íslenskum vinnumarkaði við misjafnar aðstæður, bæði hvað varðar aðbúnað og starfskjör. Þrátt fyrir að stéttarfélögin haldi úti eftirliti á vinnustöðum og reyni að sporna við félagslegum undirboðum má öllum vera ljóst að víða er verið að fara illa með erlenda starfsmenn. Á síðustu árum hefur löggjöfin verið endurbætt en verulega skortir á eftirfylgni og hegningu fyrir að svíkja starfsfólk um réttindi sem tryggð eru í kjarasamningum og lögum.
Það er skrítin staðreynd að við bregðumst við með ólíkum hætti við brotum á lögum, við dæmum fólk fyrir að stela en fyrirtæki og einstaklingar komast upp með að brjóta á fólki og hlunfara á grófan hátt. En hver er munurinn á að stela t.d. vöru úr hillum verslana sem er sannarlega eign hennar eða hlunfara starfsmanna um laun sem honum ber samkvæmt kjarasamningum? Það er engin eðlismunur á þessu tvennu. IKEA setur nálgunarbann á fólk sem verður uppvíst af þjófnaði í verslunum fyrirtækisins sem er hið eðlilegasta mál. En verktaki sem verður uppvís að því að stela launum af starfsmönnum sínum færa að halda ótrauður áfram og jafnvel gerist verktaki hjá ríki og sveitarfélögum.
Hér þarf að verða breyting á. Við þurfum að taka á vanefndum á starfskjörum launamanna eins og hverjum þjófnaði. Það er verið að beita fólk ofbeldi og stela af því, fólki sem er í veikri stöðu til að verja sig. Við sem samfélag eigum að rísa upp gegn þessum ósóma og láta þá sem stunda slíka starfssemi bera ábyrgð.

Tilgreind séreign eða samtrygging?

Þann 1. júlí hækkaði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði um 1,5% og er þá 10%.

Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda, sem samið var um í kjarasamningum aðildarfélaga ASÍ og SA í janúar 2016, kemur til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkar framlagið um 1,5% til viðbótar og verður þá 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2018 nema samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.

Sjóðfélagar hafa val um hvernig þeir ráðstafa viðbótariðgjaldinu í tilgreindan séreignarsparnað með samningi við sinn lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulífeyris og ævilangs ellilífeyris í samtryggingu.

Atvinnurekenda verður skylt að standa skil á öllu skylduiðgjaldinu (14% frá 1. júlí 2017 og 15,5% frá 1. júlí 2018) til skyldutryggingarsjóðs.

Ef þú hefur ekki samband við lífeyrissjóðinn þinn og velur að setja viðbótariðgjaldið eða hluta þess í tilgreinda séreign rennur það í samtryggingu og réttindi þín þar aukast.

Sjá nánar

Golfmót Samiðnar - úrslit

 Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 16. júní og mættu yfir 50 golfarar til leiks en mótið var jafnframt innanfélagsmót Bygginar og FIT.  Hér að neðan má sjá úrslit mótsins en Samiðnarstyttuna hlaut að þessu sinni Sigurður Óskar Waage frá Byggiðn og á myndinni hér til hliðar má sjá hann taka við styttunni úr hendi Helga Pálssonar mótsstjóra.

  Golfmót Samiðnar 2017 Úrslit     
Samiðn        
         
Með forgjöf Nafn  Félag   Punktar
         
1. sæti Sigurður Óskar Waage Byggiðn   36
2. sæti Hjörtur Hafliðason FIT   34
3. sæti Helgi Pálsson FIT   32
         
Án forgjöf        
         
1. sæti Árni Freyr Sigurjónsson FIT   27
2. sæti Sigurjón Árni Ólafsson FIT   26
3. sæti Hans Óskar Ísebarn FIT   25
         
Gestaverðlaun Nafn     Punktar
  Ágúst Pálsson     35
         
Næstu holu 7   Lengd    
  Ólafur Sigurjónsson   2.97 m    
         
Næst holu 18   Lengd    
   Jóhann Smári Jóhannesson Byggiðn  1.80 m    

    
Byggiðn Nafn Byggiðn   Punktar
         
1. sæti Sigurður Óskar Waage Byggiðn   36
2. sæti Reynir Ámundason Byggiðn   32
3. sæti Vilhjálmur Sveinsson Byggiðn   31
         
Makaverðlaun Ásta Krístín Valgarðsson     22
 
    
FIT        
         
1. sæti Hjörtur Hafliðason FIT   34
2. sæti Sigurjón Árni Ólafsson FIT   32
3. sæti Helgi Pálsson FIT   32
         
Makaverðlaun Hólmfríður Kristinsdóttir     25

    
Sveitarkeppni   FIT   Punktar
         
1. sæti Árni Freyr Sigurjónsson FIT   27
2. sæti Sigurjón Árni Ólafsson FIT   26
3. sæti Hans Óskar Ísebarn FIT   25
         
Samtals punktar       78
 
    
Sveitarkeppni   Byggiðn   Punktar
         
1. sæti Sigurður Óskar Waage Byggiðn   25
2. sæti Reynir Ámundsson     24
3. sæti Loftur Ingi Sveinsson     20
         
Samtals punktar       69
 
    
Samiðnarstyttan Nafn Félag   Punktar
         
1. sæti Sigurður Óskar Waage Byggiðn   36
 
    

Valfrelsi í lífeyrissjóðakerfinu eykst verulega 1. júlí með tilgreindri séreign

Í gildandi kjarasamningi Samiðnar og SA er kveðið á um að iðgjald til lífeyrissjóða hækki í áföngum og verði 15,5% 1. júlí 2018.
Iðgjaldið hækkaði 1. júlí 2016 um 0,5% og hækkar um 1,5% 1. júlí n.k. og svo önnur 1,5% 1. júlí 2018
Í gildandi kjarasamningi er gert ráð fyrir að einstaklingar geti ráðstafað allri viðbótinni eða hluta hennar í svokallaða„tilgreinda séreign“ sem verður aðskilin frá hefðbundinni séreign enda hluti af skylduiðgjaldi.
Lífeyrissjóðir á samningssviði ASÍ og SA eru þessa daganna að vinna að breytingum á samþykktum sínum og er gengið út frá því að regluverkið verði tilbúið 1. júlí n.k.

Einstaklingurinn velur leið
Til þess að viðbótariðgjaldið fari í tilgreinda séreign verður einstaklingurinn að gera skriflegan samning um skiptinguna þ.e. hvort allt viðbótariðgjaldið skuli renna í tilgreindu séreignina eða einungis hluti þess. Einng þarf einstaklingurinn að ákveða fjárfestingaleið, ef hann gerir það ekki fer tilgreinda séreignin í ákveðna fjárfestingaleið.
Bregðist einstaklingurinn ekki við rennur viðbótariðgjaldið í samtrygginguna og hækka réttindin í hlutfalli við það.
Ef allt gengur eftir ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu 1. júlí n.k. fyrir þá einstaklinga sem þess óska að gera samning við sinn lífeyrissjóð um tilgeinda séreign.
Þrátt fyrir að ekki sé gerður samningur 1. júlí er hægt að gera samning hvenær sem er og gildir hann þá frá þeim tíma sem hann er gerður.

Hver eru áhrifin?
Þegar einstaklingur tekur ákvörðun um ráðstafa viðbótariðgjaldinu í tilgreinda séreign hefur það áhrif t.d. á örorkutrygginguna. Fyrir ungan einstakling getur það haft mikil áhrif á fjárhagslega afkomu hans ef hann verður fyrir því að verða öryrki síðar á lífsleiðinni.
Þeir sem eru í samtryggingunni eiga rétt á framreikningi ef þeir verða öryrkjar. Það þýðir t.d. að einstaklingur sem verður öryrki 30 ára og hefur greitt til lífeyrissjóðs í 3 ár, á rétt á því að réttindi hans séu uppreiknuð og miðuð við að hann hefði greitt til 65 ára aldurs. Ákveði þessi einstaklingur að láta allt viðbótariðgjaldið renna í tilgreinda séreign miðast örokulífeyrinn og framreikningurinn við 12% iðgjaldið en ekki 15,5%.

Aukið valfrelsi og ábyrgð
Með tilgreindu séreigninni er verið að auka valfrelsi einstaklinganna en jafnframt verið að leggja aukna ábyrgð á þá sjálfa við val fjárfestingaleiðum og samsetningu lífeyristyggingar.
Það er mikilvægt að hver og einn gefi sér góðan tíma til að meta kosti og galla við að velja tilgreinda séreign áður en ákvörðunin er tekin. Ef það vakna spurningar og eitthvað er óskýrt er rétt að hafa samband við sinn lífeyrissjóð eða stéttarfélag.

Golfmótið 16.júní á Hlíðarvelli Mosfellsbæ

Hið árlega golfmót aðildarfélaga Samiðnar verður haldið á Hlíðavelli Mosfellsbæ föstudaginn 16. júní. Mótið er opið öllum félagsmönnum aðildarfélaga Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Einnig er velkomið að taka með sér gesti.

ATH – MÆTING Í NÝJA GOLFSKÁLANN

Mæting í síðasta lagi kl. 15:30 og ræst út kl. 16:00 af tveimur teigum.

Mótið er einnig innanfélagsmót Byggiðnar og FIT
Keppt er um sérstök verðlaun fyrir besta árangur félagsmanns án forgjafar.

Vallargjald.
Vallargjald kr. 4900 og innifalin matarmikil súpa að hætti hússins.

Verðlaun.
Keppt verður um glæsileg verðlaun bæði með og án forgjafar, nándarverðlaun, unglingaverðlaun, dregið verður úr skorkortum og veitt ein gestaverðlaun.
Dæmi um verðlaun eru gjafakort fyrir 2 á veitingastað og gjafakort í golfverslun kr. 50.000.

Skráning - www.golf.is
Athugið að skrá þarf þá sem ekki eru í golfklúbbi í síma 535 6000 eða í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Síðasti dagur til að skrá sig er 14. júní

1. maí: HÚSNÆÐISÖRYGGI - SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI!!

Eitt af þeim málum sem gengur sem rauður þráður í gegnum sögu verkalýðsbaráttu á Íslandi í 100 ár er krafan um mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum.  Þetta verkefni hefur komið til okkar í verkalýðshreyfingunni af fullum þunga með reglulegu millibili í heila öld. Og það er hrópar enn í dag.
Í árdaga verkalýðsbaráttunnar og lengi framan af síðustu öld var það lélegt húsnæði og viðvarandi húsnæðisskortur sem voru vandamálin. Í dag er það húsnæðisskortur og hátt verð bæði til kaups og leigu sem gerir það að verkum að stórir hópar fólks eru í miklum vanda og sumir komast hreinlega ekki inn á húsnæðismarkaðinn.  Er þar fyrst og fremst um að ræða ungt fólk og tekjulága einstaklinga. Ástandið er grafalvarlegt og það mun ekki lagast nema að ráðist verði hratt og af festu í uppbyggingu á miklum fjölda hagkvæmra íbúða.
Það var af þessari ástæðu sem ASÍ og BSRB réðust í stofnun Bjargs – íbúðafélags á 100 ára afmæli ASÍ í fyrra. Það var af þessari ástæðu sem aðildarfélög ASÍ settu uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis inn í kjarasamningana 2015 þannig að ríkið komi með fjármagn fyrir 600 íbúðum á ári næstu árin. 
Það þarf einfaldlega að lyfta grettistaki til að þjóðin komist út úr þeim ógöngum sem hún hefur ratað í í húsnæðismálum. 
Við Íslendingar viljum byggja upp réttlátt samfélag þar sem gott og öruggt húsnæði þykir sjálfsögð mannréttindi – ekki forréttindi.

Göngur og baráttufundir eru víða um land í tilefni af 1. maí alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.  

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík verður sem hér segir: 
> Safnast saman á horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:00
> Kröfuganga hefst klukkan 13:30
> Útifundur á Ingólfstorgi settur klukkan 14:10

Dagskrá:
Söngfjelagið
Ræða: Lilja Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina
Söngfjelagið
Ræða: Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
Amabadama flytur 2 lög
Söngfjelagið/samsöngur – Maístjarnan og Internationalinn
Fundi slitið
Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð
Hulda M. Halldórsdóttir syngur á táknmáli
Agnes Steina Óskarsdóttir túlkar á táknmáli