Fréttir

Hvað á húsið að heita?

Samiðn – Samband iðnfélaga, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn – Félag byggingamanna, MATVÍS og GRAFÍA stéttarfélag hafa ákveðið að vinna náið saman að baráttumálum iðnaðarmanna.
Því eru þessi félög að flytja í eitt hús á Stórhöfða 31. Markmiðið með því að vera saman í húsnæði er að samþætta starfsemi félaganna með bættri þjónustu til hagsbóta fyrir félagsmenn sína.

Okkur vantar heiti á húsið eða „samstarfið“. Því leitum við til félagsmanna þessara félaga um hugmyndir.  Heitið þarf að vera lýsandi, félögin eiga að geta notað það á sameiginlega viðburði og geta kennt sig við að vera eitt af þessum félögum.
Frestur til að skila inn tillögum er til 14. júní 2019. Tillögum skal skilað til Samiðnar merkt „nafn“ í umslagi þar sem nafn höfundar er í lokuðu umslagi með tillögunni. Einnig er hægt að senda tillögur í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Nafni höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefnd.

Verðlaun að upphæð kr. 100.000,- verða veitt fyrir tillöguna sem verður valin.  Dómnefnd mun fara yfir tillögur og velja eina úr. Dómnefnd áskilur sér rétt að hafna öllum tillögum.

Öll aðildarfélög Samiðnar samþykktu kjarasamningana utan eitt

Aðildarfélög Samiðnar samþykktu í atkvæðagreiðslum kjarasamninga Samiðnar fh. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Félag pípulagningameistara og Samband garðyrkjubænda.  Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði felldi samninginn við Samtök atvinnulífsins.

>> Sjá samningana.

>> Félag iðn- og tæknigreina – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 3.209, atkvæði greiddu 609 eða 18,98%
Já sögðu 450 eða 73,9%
Nei sögðu 120 eða 19,7%
Tek ekki afstöðu 39 eða 6,4%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Félag iðn- og tæknigreina – Bílgreinasambandið
Á kjörskrá voru 642, atkvæði greiddu 208 eða 32,4%
Já sögðu 164 eða 78,8%
Nei sögðu 37 eða 17,8%
Tek ekki afstöðu 7 eða 3,4%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Félag iðn- og tæknigreina – Samband garðyrkjubænda
Á kjörskrá voru 49, atkvæði greiddu 5 eða 10,2%
Já sögðu 4 eða 80%
Nei sögðu 1 eða 20%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Félag iðn- og tæknigreina – Félag pípulagningameistara
Á kjörskrá voru 281, atkvæði greiddu 44 eða 15,66%
Já sögðu 24 eða 54,5%
Nei sögðu 14 eða 31,8%
Tek ekki afstöðu 6 eða 13,6%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Byggiðn félag byggingamanna – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 1829, atkvæði greiddu 428 eða 23,4%
Já sögðu 309 eða 72,2%
Nei sögðu 104 eða 24,3%
Tek ekki afstöðu 15 eða 3,5%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Þingiðn – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 76, atkvæði greiddu 31 eða 40,79%
Já sögðu 20 eða 64,5%
Nei sögðu 10 eða 32,3%
Tek ekki afstöðu 1 eða 3,2%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Verkalýðsfélag Vestfirðinga – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 24, atkvæði greiddu 4 eða 16,67%
Já sögðu 4 eða 100%
Nei sögðu 0 eða 0%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Samstaða – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 14, atkvæði greiddu 3 eða 21,43%
Já sögðu 3 eða 100%
Nei sögðu 0 eða 0%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Stéttarfélag Vesturlands – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 41, atkvæði greiddu 12 eða 29,27%
Já sögðu 9 eða 75%
Nei sögðu 2 eða 16,7%
Tek ekki afstöðu 1 eða 8,3%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Verkalýðsfélag Þórshafnar – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 6, atkvæði greiddu 3 eða 50%
Já sögðu 3 eða 50%
Nei sögðu 0 eða 0%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Verkalýðsfélag Akraness – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 116, atkvæði greiddu 17 eða 14,66%
Já sögðu 14 eða 82,4%
Nei sögðu 1 eða 5,9%
Tek ekki afstöðu 2 eða 11,8%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Iðnsveinafélag Skagafjarðar – Bílgreinasambandið
Á kjörskrá voru 18, atkvæði greiddu 12 eða 66,67%
Já sögðu 12 eða 100%
Nei sögðu 0 eða 0%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Iðnsveinafélag Skagafjarðar – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 59, atkvæði greiddu 31 eða 52,54%
Já sögðu 25 eða 80,6%
Nei sögðu 4 eða 12,9%
Tek ekki afstöðu 2 eða 6,5%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri – Bílgreinasambandið
Á kjörskrá voru 135, atkvæði greiddu 49 eða 36,3%
Já sögðu 27 eða 55,1%
Nei sögðu 18 eða 36,7%
Tek ekki afstöðu 4 eða 8,2%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 267, atkvæði greiddu 76 eða 40,07%
Já sögðu 76eða 71%
Nei sögðu 25 eða 23,4%
Tek ekki afstöðu 6 eða 5,6%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur. 

>> Félag járniðnaðarmanna Ísafirði – Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 62, atkvæði greiddu 25 eða 40,32%
Já sögðu 11 eða 44%
Nei sögðu 14 eða 56%
Tek ekki afstöðu 0 eða 0%
Kjarasamningurinn telst því felldur.

>> AFL starfsgreinafélag, iðnaðarmannadeild  -  Samtök atvinnulífsins
Á kjörskrá voru 192, atkvæði greiddu 36 eða 18,75%
Já sögðu 28 eða 77,78%
Nei sögðu 7 eða 19,44%
Tek ekki afstöðu 1 eða 2,78%
Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

 

>> Sjá niðurstöður annarra iðnfélaga.

Golfmót iðnfélaganna á Leirunni 8. júní

Golfmót iðnfélaganna fer fram þann 8. júní 2019 á Hólmsvelli í Leiru (Leirunni)

Ræst verður út kl. 9.00. Skráning fer fram með rafrænum hætti og hægt er að nálgast skráningarform hér að neðan og á heimasíðum GRAFÍU, MATVÍS, Rafiðnaðarsambands Íslands, FIT, Byggiðn, VM, FHS, og SAMIÐN.

Mótsgjald er 4.500 kr.
Innifalið er spil á vellinum og matur að loknu spili.

VEGLEG VERÐLAUN VERÐA Í BOÐI!

Veitt verða verðlaun fyrir:
Höggleik án forgjafar, punktakerfi, nándarverðlaun, einnig verður dregið úr skorkortum

Það eiga því allir möguleika en fyrst og fremst verður þetta mikil skemmtun fyrir áhugamenn.

Rafræn skráning hér.

Samningur undirritaður við Samband garðyrkjubænda

Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Samiðnar og Sambands garðyrkjubænda.  Samningurinn er byggður á áður gerðum kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins og eldri samningum við Samband garðyrkjubænda.

>> Sjá samninginn.

Kosningar um nýja kjarasamninga

Kosningar um nýja kjarasamninga Samiðnar eru nú hafnar og eru allir félagsmenn hvattir til að skrá sig inn og kjósa um viðkomandi kjaraasamning.

>> KJÓSA HÉR
>> GLOSUJ TU
>> CLICK TO VOTE

 

Sjá nánar.

Verkalýðshreyfingin geri umhverfismálin að sínum málum

Á vel heppnuðu þingi Samiðnar sem lauk nú um helgina var Hilmar Harðarson frá Félagi iðn- og tæknigreina, endurkjörinn formaður til næstu þriggja ára og Jóhann Rúnar Sigurðsson frá Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri, varaformaður.  Þema þingsins var fjórða iðnbyltingin og umhverfis- og loftslagsmál og fluttu sérfræðingar í þessum málaflokkum áhugaverða fyrirlestra á þinginu sem vöktu mikla athygli, enda málefnin brýn og koma í auknum mæli á borð stéttarfélaganna.  

Í samþykkt þingsins um fjórðu iðnbyltinguna segir:
"Tryggja verður að ávöxtur af hugsanlegri framleiðsluaukningu fjórðu iðnbyltingarinnar verði
ekki til þess að ójöfnuður fari vaxandi og þeir ríku verði enn ríkari.
Stjórnvöld í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins þurfa að mynda sér skýra stefnu með
hvaða hætti við nýtum þau tækifæri sem felast í auknum tæknibreytingum til að auka
hagsæld fyrir alla með félagslegum lausnum.
Samiðn lýsir sig tilbúin til samstarfs við stjórnvöld og atvinnulífið til að tryggja að áhrif fjórðu
iðnbyltingarinnar verði til að bæta almenn lífsskilyrði."

Í samþykkt um umhverfis- og loftslagsmál segir:
"Öll fyrirtæki og stofnanir þurfa að setja sér umhverfisstefnu og vera með lifandi fræðslu um
markmið og tilgang hennar fyrir starfsmenn og stjórnendur. Verkalýðshreyfingin verður að
gera umhverfismálin að sínum málum, setja þau á oddinn og gera t.d. öryggistrúnaðarmenn
að umhverfis- og öryggistrúnaðarmönnum."

Loks var samþykkt ályktun um afnám tekjutenginga í almannatryggingakerfinu:
"Með greiðslu skatta alla starfsævi hefur hver og einn áunnið sér rétt á greiðslu lífeyris úr
almannatryggingakerfinu. Það á engin ríkisstjórn, þingflokkur eða einstaka ráðherra að geta
leyft sér þá lítilsvirðingu við lífeyrisþega, að skerða þann rétt á nokkurn hátt."