Fréttir

Samningur undirritaður við ríkið - kynningarfundur 29. jan. kl. 17

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði í dag samkomulag við ríkið um breytingar og framlengingu á gildandi kjarasamningi frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.  Kynningarfundur um samninginn verður haldinn miðvikudaginn 29. janúar kl. 17 í Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 31 og verður honum streymt á netinu  -  smella hér.

>> Sjá samninginn

Óskum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.

Félagsmenn Strætó samþykktu nýjan kjarasamning

Nýr kjarasamningur á milli Samiðnar og Strætó bs sem undirritaður var 16. desember sl. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk nú í hádeginu.  

Á kjörskrá voru 14 og kusu 11 eða 78,6%

Já sögðu 9 eða 81,8%
Nei sögðu 2 eða 18,2%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

>> Sjá samninginn.

Skrifað undir hjá Strætó

Samiðn og Strætó bs undirrituðu í morgun nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. apríl sl. til 31. mars 2023.  Kynningarfundur og atkvæðagreiðsla um samninginn verður nk. miðvikudag 18. desember kl. 9:30 í húsnæði Strætó.

>> Sjá samninginn

Samningurinn við Orkuveituna samþykktur

Kjarasamningur Samiðnar við Orkuveitu Reykjavíkur sem undirritaður var 3. desember sl. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.  

Á kjörskrá voru 23 og kusu 14 eða 61%

Já sögðu 9 eða 64%
Nei sögðu 5 eða 36%

Samningurinn telst því samþykktur.

>> Sjá samninginn

Nýr kjarasamningur við Orkuveitu Reykjavíkur - kynningarfundur og kosning mánudaginn 9. sept.

Samiðn undirritaði í gær nýjan kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur með gildistíma frá 1. apríl sl. til 1. nóvember 2022.  

Kynningarfundur um samningnum verður haldinn í ráðstefnusal OR að Bæjarhálsi 1 mánudaginn 9. desember kl. 15 og atkvæðagreiðsla að fundi loknum.

>> Sjá samninginn