Fréttir

Faxaflóahafnir samþykktu kjarasamning

Félagsmenn hjá Faxaflóahöfnum samþykktu kjarasamning Samiðnar sem undirritaður var 24. febrúar með öllum greiddum atkvæðum.

>>> Sjá samninginn.

Ef vinna fellur niður vegna veðurs

Bendum á í tilefni af slæmum veðurspám að ef vinna fellur niður vegna óhagstæðs veðurs eða annarra orsaka, sem starfsmaður á ekki sök á, greiðist fullt dagvinnukaup, en heimilt er þegar þannig stendur á að fela starfsmannai önnur störf.

Sjá gr. 2.6 í kjarasamningi SA

Vilt þú setjast í stjórn Birtu lífeyrissjóðs?

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022. ulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar 2020.

Sjá nánar.

Niðurstöður kosninga hjá ríkinu og Reykjavíkurborg

Kosningum er nú lokið um kjarasamninga Samiðnar við Reykjavíkurborg og ríkið.

Reykjavíkurborg:

Kjörsókn var 78%.
> Já sögðu 96,9%
> Nei sögðu 3,1%
> Engir auðir eða ógildir.

Samningurinn telst því samþykktur  -  Sjá samninginn

Ríkið:

Kjörsókn var 38,5%.
> Já sögðu 60%
> Nei sögðu 33,33%
> Auðir voru 6,67%

Samningurinn telst því samþykktur  -  Sjá samninginn

Kosning um kjarasamning við ríkið

Hér að neðan er tengill á kosningu um kjarasamning Samiðnar við ríkið frá 21. janúar en kynningarfundur um samninginn verður miðvikudaginn 29. janúar kl. 17 í Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 31 (gengið inn Grafarvogsmegin). 
Kosningu lýkur miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16.

>> Sjá kynningu á samningnum        >>> Kjósa hér

>> Sjá samninginn í heild

Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Samningar tókust á gær við Reykjavíkurborg um nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.  Upplýsingar um kynningu og atkvæðagreiðslu á hinum nýja samningi verða settar á vefinn þegar þær liggja fyrir.

>> Sjá samninginn