Um Samiðn
Myndbönd
Fréttir
- Ítarupplýsingar
- 28. feb 2020
Faxaflóahafnir samþykktu kjarasamning

Félagsmenn hjá Faxaflóahöfnum samþykktu kjarasamning Samiðnar sem undirritaður var 24. febrúar með öllum greiddum atkvæðum.
>>> Sjá samninginn.
- Ítarupplýsingar
- 13. feb 2020
Ef vinna fellur niður vegna veðurs

Bendum á í tilefni af slæmum veðurspám að ef vinna fellur niður vegna óhagstæðs veðurs eða annarra orsaka, sem starfsmaður á ekki sök á, greiðist fullt dagvinnukaup, en heimilt er þegar þannig stendur á að fela starfsmannai önnur störf.
- Ítarupplýsingar
- 07. feb 2020
Vilt þú setjast í stjórn Birtu lífeyrissjóðs?

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022. ulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn umsókn í formi útfyllts framboðseyðublaðs og senda það á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar 2020.
- Ítarupplýsingar
- 06. feb 2020
Niðurstöður kosninga hjá ríkinu og Reykjavíkurborg

Kosningum er nú lokið um kjarasamninga Samiðnar við Reykjavíkurborg og ríkið.
Reykjavíkurborg:
Kjörsókn var 78%.
> Já sögðu 96,9%
> Nei sögðu 3,1%
> Engir auðir eða ógildir.
Samningurinn telst því samþykktur - Sjá samninginn
Ríkið:
Kjörsókn var 38,5%.
> Já sögðu 60%
> Nei sögðu 33,33%
> Auðir voru 6,67%
Samningurinn telst því samþykktur - Sjá samninginn
- Ítarupplýsingar
- 29. jan 2020
Kosning um kjarasamning við ríkið

Hér að neðan er tengill á kosningu um kjarasamning Samiðnar við ríkið frá 21. janúar en kynningarfundur um samninginn verður miðvikudaginn 29. janúar kl. 17 í Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 31 (gengið inn Grafarvogsmegin).
Kosningu lýkur miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16.
- Ítarupplýsingar
- 23. jan 2020
Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Samningar tókust á gær við Reykjavíkurborg um nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Upplýsingar um kynningu og atkvæðagreiðslu á hinum nýja samningi verða settar á vefinn þegar þær liggja fyrir.