Fréttir

Höfum opnað að nýju!

Það er okkur ánægja að tilkynna að við höfum opnað húsakynni okkar að nýju á Stórhöfðanum "2F Hús Fagfélaganna." 

Opnunartími er líkt og áður frá kl. 8-16 nema föstudaga 8-15.

Minnum á reglur sóttvarnarlæknis um umgengni og handþvott >> sjá hér.

Leiðbeiningar fyrir iðnaðarmenn vegna COVID-19

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til aðila sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum.

Gátlisti útsendra starfsmanna vegna COVID-19

Með útsendum starfsmönnum er sérstaklega átt við alla starfsmenn er veita þjónustu við almenning á heimilum þeirra eða í fyrirtækjum.

Þegar hætta er talin á smiti af völdum kórónaveiru (COVID-19) þarf útsendur starfsmaður að:

> Þekkja einkenni COVID-19 sýkingar og smitleiðir veirunnar og kynna sér leiðbeiningar um viðurkennda verkferla, nánari upplýsingar á http://www.landlaeknir.is.
> Einkenni COVID-19 eru: Hósti, hiti, kvefeinkenni, bein- og vöðvaverkir og þreyta, stundum með hálsbólgu. Eins hefur breytingu eða tapi á bragð- og lyktarskyni verið lýst.
> Beita grundvallarsmitgát við störf.
> Upplýsa næsta yfirmann ef grunur vaknar um COVID-19.

Við störf á heimilum annarra eða í fyrirtækjum meðan farsótt geisar er gott að hafa í huga:

> Nota skal hreinan vinnufatnað/hlífðarfatnað á hverri vakt. Ef fatnaður óhreinkast eða mengast ætti að skipta um fatnað.
> Alltaf skal líta á alla hanska sem mengaða og varast að snerta andlit með þeim. Nota skal hreina vinnuhanska eða einnota hanska við hvert verk. Ef ekki er hægt að skipta um vinnuhanska fyrir hvert verk skal að lágmarki gera það ef mögulegt er að þeir hafi mengast, sérstaklega ef hafa mengast með slími frá öndunarvegum starfsmanns eða óþekktum vökvum á vinnustað.
> Þótt engin veikindi séu þekkt hjá starfsmanni eða þeim sem unnið er hjá er rétt að halda sem mestri fjarlægð allan tímann meðan útsendur starfsmaður er á staðnum, best er að enginn annar sé í rými/herbergi þar sem hann er að störfum.
> Starfsmaður skal reyna að koma sem minnst við yfirborðsfleti, s.s. ljósarofa, með berum höndum. Ef það er óhjákvæmilegt ætti að hreinsa hendur fyrir og eftir slíka snertingu.

>> Sjá gátlistann í heild sinni.

Stjórnvöld hraði innviðauppbyggingu

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum 30. mars eftirfarandi ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til atvinnuskapandi verkefna svo mæta megi þeirri ágjöf sem gengur yfir atvinnulífið:

"Á tímum samdráttar er mikilvægt að stjórnvöld horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Ljóst er að mörg verkefni koma þar til greina, bæði á sviði samgöngumála og mannvirkjagerðar. Nú er uppi fordæmalaust ástand í samfélaginu með mikilli ágjöf á atvinnulífið og nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist hratt við. Hagvaxtahorfur hafa versnað til muna og telur Samiðn mikilvægt að framkvæmdir hefjist þegar í stað. Verulega hefur skort á viðhaldsframkvæmdir hjá hinu opinbera síðustu misserin og nú er lag að bregðast við uppsafnaðri þörf þar. Brýnt er að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að greiðslur úr ríkissjóði skili mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Það er á svona tímum sem reynir á stjórnvöld að styðja við af fullu afli og ljóst er að enginn hörgull er af verðugum verkefnum sem ráðast þarf í.

Samiðn skorar því á stjórnvöld að hraða innviðauppbyggingu og setja í gang mannaflsfrekar framkvæmdir eins fljótt og frekast er unnt.

Loks vill Samiðn fagna þeim tillögum sem eru fyrirliggjandi varðandi endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu manna á byggingarstað íbúðar- og frístundarhúsnæðis, sem og viðhalds ökutækja. Þessar tillögur eru atvinnuskapandi og mikilvægar á þeim tímum sem framundan eru. Að sama skapi telur Samiðn mikilvægt að umrædd endurgreiðsla á virðisaukaskatti taki einnig til framkvæmda á vegum sveitarfélaga."

LOKAÐ / CLOSED / ZAMKNIĘTE

Vegna tilmæla frá lögreglu- og heilbrigðisyfirvöldum er skrifstofan lokuð um óákveðinn tíma frá og með 23. mars og verður þjónusta við félagsmenn einungis veitt með rafrænum hætti.  
>> Frekari upplýsingar fást í síma 5400100 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 In light of the recommendations issued by the Icelandic authorities the Office is closed from 23rd of March until further notice.  Members will only be served on-line.  
>> For further information please call 5400100 or This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 Zgodnie z zaleceniami organów prawnych i ochrony zdrowia, od 23 marca nasze biuro zostaje zamknięte, a kontakt będzie możliwy wyłącznie drogą elektroniczną.
>> Więcej informacji pod numerem telefonu 5400100 lub This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

COVID-19 og samdráttur á vinnumarkaði

Alþýðusamband Íslands hefur tekið saman það helsta sem snertir launafólk ef það þarf í sóttkví eða verður sagt upp störfum sökum samdráttar:

>> Covid-19 spurt og svarað

Aðgerðir vegna samdráttar á vinnumarkaði
Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt berast upplýsingar um aðgerðir erlendis frá sem leiða til frekari samdráttar. Hér er um fordæmalausar og tímabundnar aðstæður á vinnumarkaði að ræða sem mikilvægt er að bregðast hratt við af festu og framsýni.

Markmið ASÍ er að verja launafólk og fyrirtæki vegna tímabundinna áfalla þannig að einstaklingar verði fyrir sem minnstum skaða, bæði fjárhagslegum og félagslegum, og að fyrirtæki komist í gegnum tímabundinn samdrátt og komi sterk til baka þegar úr rætist. Mikilvægur þáttur þess er að fyrirtæki grípi ekki til uppsagna eða aðgerða sem ganga á rétt starfsmanna. Það gildir jafnt um íslenskt og erlent launafólk.

Nú er unnið að löggjöf sem gerir ráð fyrir að fyrirtæki geti samið tímabundið við starfsfólk sitt um skert starfshlutfall en að starfsmenn fái á móti greiddar atvinnuleysisbætur. Útfærsla á slíkri löggjöf liggur ekki fyrir en þess er vænst að ný lög um þetta efni verði samþykkt síðar í þessari viku.

Stéttarfélögin munu upplýsa félagsmenn sína um efni laganna um leið og það liggur fyrir og leiðbeina félagsmönnum sínum um framhaldið. Við hvetjum launafólk til að fylgjast vel með framvindu mála og bíða með að ganga til samninga við atvinnurekendur sína um mögulegar aðgerðir þar til þetta liggur fyrir.

Measures in response to a contraction in the labour market
The Icelandic labour market is currently fraught with uncertainty following the declaration of a global pandemic caused by the COVID-19 virus. Tourism and a number of related sectors are already facing a severe contraction, and there is a constant stream of news about official action being taken in other countries which will aggravate the economic contraction in Iceland. We are dealing with an unprecedented, temporary situation in the labour market to which we must react quickly, decisively and with foresight.

The goal is to protect workers and businesses from loss caused by a temporary setback, thus minimising the economic and social harm suffered by individuals, and helping businesses to survive this temporary downturn and return in full strength when the market recovers. An important part of this is to ensure that companies do not start laying off employees or act in ways that infringe on workers’ rights. This applies to all workers, whether they are Icelandic citizens or not.

The Icelandic government is preparing legislation to make it possible for businesses to offer their staff a modification of their employment contracts whereby a temporary reduction in working hours and pay would be compensated for through the payment of an unemployment allowance. The exact form the legislation will take is not known yet, but the bill is expected to be put to a vote in the Icelandic parliament later this week.

As soon as the content of the new legislation is known the trade unions will relay the information to their members and provide guidance on how to proceed. We advise everyone to keep themselves up-to-date with the latest developments, and we recommend that workers do not sign any new employment contracts relating to specific measures until the new legislation is in place.

Działania w związku z recesją na rynku pracy
Obecnie na rynku pracy występuje sytuacja kryzysowa po ogłoszeniu pandemii koronawirusa. Odczuwalne są już skutki recesji w sektorze turystycznym i gałęziach pokrewnych, a ponadto cały czas dochodzą do nas informacje na temat podejmowanych działań za granicą, które jeszcze w większym stopniu przyczyniają się do recesji. Ponieważ mamy do czynienia z bezprecedensową i tymczasową sytuacją na rynku pracy, należy zareagować szybko oraz podjąć zdecydowane i dalekowzroczne działania.

Naszym celem jest ochrona pracobiorców i pracodawców w związku z tymczasowym kryzysem w taki sposób, aby ponieść jak najmniejsze szkody, zarówno finansowe, jak i społeczne, oraz aby przedsiębiorstwa przetrwały tymczasową recesję i wyszły z niej całe, a nawet mocniejsze. Ważne, aby przedsiębiorstwa nie podejmowały działań w postaci zwolnień pracowników czy naruszania ich praw. Dotyczy to zarówno pracowników islandzkich, jak i zagranicznych.

Właśnie trwają prace nad wprowadzeniem ustawy, zgodnie z którą przedsiębiorstwa będą mogły zawierać tymczasowe porozumienia z pracobiorcami o zmniejszenie etatu, natomiast pracobiorcy będą mogli otrzymywać za utraconą część etatu zasiłek dla bezrobotnych. Projekt ustawy nie jest jeszcze gotowy, jednakże zatwierdzenie ustawy o powyższej treści zaplanowano na dalszą część tygodnia.

Związki zawodowe poinformują swoich członków o treści ustawy od razu, jak tylko zostanie przyjęta, a następnie poinstruują ich na temat dalszych etapów w sprawie. Apelujemy do pracobiorców o uważne śledzenie postępów w sprawie oraz wstrzymanie się przed zawieraniem umów ze swoimi pracodawcami dotyczącymi potencjalnych działań do czasu wejścia ustawy w życie.

Fjarvist frá vinnu vegna COVID-19 fellur undir veikindarétt

Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.

Drífa Snædal,
forseti ASÍ