Fréttir

Miðstjórn Samiðnar á Austurlandi

Miðstjórn Samiðnar mun halda næsta reglulega fund sinn á Egilsstöðum um helgina.  Miðstjórnin hefur haldið þeirri hefð að funda einu sinni á ári utan höfuðborgarsvæðisins og er nú ætlunin að heimsækja Austurland þar sem m.a. forsvarsmenn stéttar- og sveitarfélaga verða heimsóttir og virkjanasvæðið við Kárahnjúka skoðað.

TR afhentir iðnnemum sveinsbréf

Laugardaginn 28. ágúst s.l. var haldin útskrift af hálfu Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags Húsasmiða vegna sveinsprófa sem haldin voru í júní s.l.  Alls luku 64 nemar sveinsprófi í húsasmíði. Af þeim tóku 38 próf í Reykjavík. Voru þeim afhent sveinsbréf sín í hófinu. Einnig luku tveir sveinsprófi í húsgagnasmíði. Var þeim einnig afhent sveinsbréf sín við sama tækifæri.

FIT afhentir iðnnemum sveinsbréf

Þann 20. ágúst s.l. voru 49 iðnnemum afhent sveinsbréf í hófi sem haldið var þeim til heiðurs í Akoges-salnum í Reykjavík. Nýsveinarnir komu af höfðuborgasvæðinu og Suðurlandi. 

Stofnanasamningur við Landgræðslu ríkisins

Viðræðunefnd Samiðnar hitti fulltrúa Reykjavíkurborgar á samningafundi í morgun vegna endurnýjunar kjarasamnings Samiðnar sem framlengdur var s.l. vor til 1. september.  Á fundinum voru málin rædd og ákveðið að hittast aftur n.k. mánudag þar sem kynnt verður fyrirhugað starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar og röðun félagsmanna Samiðnar þar inn.  Síðar verður tekin afstaða til þess hvort starfsmatskefið sé eitthvað sem henti félagsmönnum Samiðnar og verður afstaða til starfsmatskerfisins tekin í því ljósi.

Í dag var einnig undirritaður stofnanasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Landgræðslu ríkisins.  

Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi sameinast Félagi iðn- og

Þann 1. ágúst s.l. sameinaðist Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi Félagi iðn- og tæknigreina.  Í félaginu eru um 250 bíliðnamenn, blikksmiðir, járniðnaðarmenn, pípulagningamenn og skipasmiðir og er starfssvæðið Akranes og Borgarfjarðarsýsla.

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Í samræmi við ákvæði kjarasamnings Samiðnar hækkar verkfæragjald blikksmiða samkvæmt hækkun byggingavísitölu í kr. 68 frá og með 1. júlí.