Fréttir

FIT afhentir iðnnemum sveinsbréf

Þann 20. ágúst s.l. voru 49 iðnnemum afhent sveinsbréf í hófi sem haldið var þeim til heiðurs í Akoges-salnum í Reykjavík. Nýsveinarnir komu af höfðuborgasvæðinu og Suðurlandi. 

Stofnanasamningur við Landgræðslu ríkisins

Viðræðunefnd Samiðnar hitti fulltrúa Reykjavíkurborgar á samningafundi í morgun vegna endurnýjunar kjarasamnings Samiðnar sem framlengdur var s.l. vor til 1. september.  Á fundinum voru málin rædd og ákveðið að hittast aftur n.k. mánudag þar sem kynnt verður fyrirhugað starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar og röðun félagsmanna Samiðnar þar inn.  Síðar verður tekin afstaða til þess hvort starfsmatskefið sé eitthvað sem henti félagsmönnum Samiðnar og verður afstaða til starfsmatskerfisins tekin í því ljósi.

Í dag var einnig undirritaður stofnanasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Landgræðslu ríkisins.  

Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi sameinast Félagi iðn- og

Þann 1. ágúst s.l. sameinaðist Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi Félagi iðn- og tæknigreina.  Í félaginu eru um 250 bíliðnamenn, blikksmiðir, járniðnaðarmenn, pípulagningamenn og skipasmiðir og er starfssvæðið Akranes og Borgarfjarðarsýsla.

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Í samræmi við ákvæði kjarasamnings Samiðnar hækkar verkfæragjald blikksmiða samkvæmt hækkun byggingavísitölu í kr. 68 frá og með 1. júlí.

Samningar við ríkið og Samband garðyrkjubænda samþykktir

Ríkið
Kjarasamningur Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu af félagsmönnum Samiðnar.  Á kjörskrá voru 94 og kusu 37 eða 39,4%.  Já sögðu 32 eða 86%, nei sögðu 2 eða 5% og ógildir voru 3 eða 8%. Telst samningurinn því samþykktur.

Samband garðyrkjubænda
Kjarasamningur Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við Samband garðyrkjubænda var samþykktur samhljóða í póstatkvæðagreiðslu af félagsmönnum Samiðnar.  Á kjörskrá voru 107 og kusu 9 eða 8,4%.  Telst samningurinn því samþykktur.     

Kjarasamningsviðræðum að mestu lokið

Flestar þær kjarasamningaviðræður sem Samiðn hefur komið að er nú lokið og samningar ýmist samþykktir eða í afgreiðslu félagsmanna.