Fréttir

Kjarasamningur Samiðnar við Strætó b.s. samþykktur

Á kjörskrá voru 17 og greiddu 13 atkvæði eða 76%.  Já sögðu 9 eða 69,2%, nei sögðu 2 eða 15,4% og auðir voru 2 eða 15,4%.  Samningurinn telst því samþykktur.

Námskeið um starfsmannaleigur

Samiðn mun standa fyrir námskeiði um stöðu starfsfólks starfsmannaleiga föstudaginn 14. janúar n.k. frá kl. 9 til 12 í Borgartúni 30.  Námskeiðið er ætlað forsvarsmönnum, trúnaðarmönnum og starfsfólki aðildarfélaga Samiðnar og verða leiðbeinendur lögmenn ASÍ og Samiðnar.  Skráning á námskeiðið er í síma 535 6000 eða með tölvupósti í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kjarasamningar Samiðnar við Reykjavíkurborg og Vélamiðstöðina eh

Kjarasamningur Samiðnar við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 1. desember s.l. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag.  Á kjörskrá voru 59 og greiddu 51 atkvæði eða 86%.  Já sögðu 31 eða 61% og nei sögðu 20 eða 39%.  Samningurinn telst því samþykktur.

>>>sjá samninginn

Kjarasamningur Samiðnar við Vélamiðstöðina ehf sem undirritaður var 1. desember s.l. var einnig samþykktur í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag.  Á kjörskrá voru 12 og greiddu 11 atkvæði eða 92%.  Já sögðu 9 eða 82%, nei sögðu 2 eða 18%.  Samningurinn telst því samþykktur.

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Í samræmi við kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins hækkaði verkfæragjald blikksmiða samkvæmt byggingavísitölu í kr. 69,07 þann 1. janúar.

Trésmiðafélag Reykjavíkur þjónustar Félag veggfóðrara- og dúklag

Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag veggfóðrara- og dúklagningasveina hafa gert með sér samkomulag um að Trésmiðafélagið annist þjónustu fyrir Félag veggfóðrara- og dúklagningasveina. 

>>>sjá heimasíðu TR

Félag byggingamanna Eyjafirði opnar heimasíðu

Stjórn Félags byggingamanna Eyjafirði opnaði nýverið heimasíðu undir slóðinni www.fbe.is  Með heimasíðunni er ætlunin að hafa á einum stað gott aðgengi að upplýsingum fyrir félagsmenn og fyrirtæki og ekki síður auðvelda samskipti á milli skrifsofunnar og félagsmanna. Á síðunni er fréttavefur þar sem munu birtast fréttir frá starfi félagsins auk þess sem félagsmenn geta komið á framfæri fréttum og tekið þátt í umræðu um málefni félagsins svo og um þjóðmálin.