Fréttir

Trésmiðafélag Reykjavíkur þjónustar Félag veggfóðrara- og dúklag

Trésmiðafélag Reykjavíkur og Félag veggfóðrara- og dúklagningasveina hafa gert með sér samkomulag um að Trésmiðafélagið annist þjónustu fyrir Félag veggfóðrara- og dúklagningasveina. 

>>>sjá heimasíðu TR

Félag byggingamanna Eyjafirði opnar heimasíðu

Stjórn Félags byggingamanna Eyjafirði opnaði nýverið heimasíðu undir slóðinni www.fbe.is  Með heimasíðunni er ætlunin að hafa á einum stað gott aðgengi að upplýsingum fyrir félagsmenn og fyrirtæki og ekki síður auðvelda samskipti á milli skrifsofunnar og félagsmanna. Á síðunni er fréttavefur þar sem munu birtast fréttir frá starfi félagsins auk þess sem félagsmenn geta komið á framfæri fréttum og tekið þátt í umræðu um málefni félagsins svo og um þjóðmálin.

Trésmiðafélag Reykjavíkur opnar heimasíðu

Trésmiðafélag Reykjavíkur hefur opnað heimasíðu undir slóðinni www.trnet.is  Á síðunni er hægt að nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar er tengjast starfi félagsins og birtar tilkynningar um það sem er á döfinni. 

Hækkun menntagjalds í Endurmenntunarsjóð vél- og stálsmiða

Þann 1. október s.l. hækkaði hlutur launagreiðenda í Endurmenntunarsjóð vél- og stálsmiða í kr. 1.050 fyrir hvern starfsmann á mánuði.

Samið við Bechtel vegna framkvæmda við Fjarðarálsverkefnið

Samiðn, Starfsgreinasambandið og Rafiðnaðarsambandið undirrituðu í gær sáttmála við Bechtel vegna framkvæmda við Fjarðarálsverkefnið.  Tilgangur sáttmálans er að stuðla að jákvæðu samstarfi á milli Bechtels og stéttarfélaganna.  Aðilar skuldbinda sig til að skapa öruggt vinnuumhverfi og bjóða upp á tækifæri til þjálfunar og framþróunar í starfi, sem og stuðla að samvinnu og jákvæðum samskiptum á vinnustað í því markmiði að auka skilvirkni og framleiðni.  Sáttmálinn gildir fyrir alla verktaka og starfsmenn þeirra sem koma inn á framkvæmdasvæði Fjarðaráls.

>>>sjá nánar

Samiðnarblaðið komið út

Annað tölublað Samiðnarblaðsins er nú komið út og hefur verið sent félagsmönnum aðildarfélaganna.  Meðal efnis að þessu sinni er athyglisvert viðtal við trésmið sem lýsir ástandinu við Kárahnjúka, umfjöllun um verkföll og skattalækkanir.