Hreyfing á málum – fundað um helgina

Ekki er hægt að segja að okkur hafi skilað mikið áfram í samningamálum í vikunni sem er að líða en samt hefur verið hreyfing á málum. Búið er að skipuleggja fundarhöld um helgina. Törnin hefst kl. 11.30 í dag og verður alla helgina. Vonir standa til að okkur takist að ljúka umræðunni um vinnutímastyttinguna um helgina. Takist að ljúka þeirri umræðu gætu önnur atriði farið að rúlla áfram.

Samiðn er einnig farin að huga að kjarasamningum við ríkið og sveitarfélög og er ekki seinna væna því þeir samningar renna út um næstu mánaðarmót. Ef okkur tekst að ljúka samningum við SA er ekki ólíklegt að þeir muni setja ramma fyrir aðra kjarasamninga.

Í dag eru að hefjast fyrstu verkföll hjá Eflingu og á næstu vikum munu hefjast verkföll hjá félagsmönnum VR ef ekki tekst að semja.

Við leggjum áherslu á að okkar félagsmenn virði verkföllin og gangi ekki í störf þeirra sem eru í verkfalli.

Eins og fram kom í síðasta pistli er upplýsingabann samkvæmt ákvörðun ríkissáttasemjara og megum við því ekki greina frá stöðu einstakra mála.

Við vonum að helgin nýtist vel, málin skýrist og við getum farið að taka sameiginlega ákvörðum um hvernig við viljum taka á málum.