Hægagangur í kjaraviðræðunum

Lítil hreyfing hefur verið í viðræðunum vegna endurnýjunar kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Búið er að vinna margvíslega undirbúningsvinnu þannig að það ætti ekki að taka langan tíma að ljúka samningum ef þeir komast á skrið.

Deila SGS og SÍS ( Sambands íslenskra sveitarfélaga) um lífeyrisauka hefur verið dómtekið í félagsdómi og SÍS hefur farið fram á frávísun og fengið frest til þriðjudags að skila greinargerð. Ef ekki verður fallist á frávísuna fær SÍS væntanlega viku frest til að skila greinargerð um málið sjálft. Miðað við þetta er ljóst að það gæti dregist að fá niðurstöðu fram eftir september og kjaraviðræðurnar jafnvel dregist fram í október.

Þessa daganna er verið að vinna úr umsóknum um starf framkvæmdastjóra Samiðnar og má gera ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir fljótlega.

Um helgin standa iðnfélögin fyrir golfmóti á Akureyri sem stefnir í að verða árlegur viðburður. Dagana 6. og 7. september verða iðnfélögin þátttakendur í Lýsu rokkhátíð samtalsins sem haldin verður á Akureyri.

Næstu tvær helgar verður áherslan því á Akureyri.