Við getum búið við stöðugleika

Árangur síðustu kjarasamninga er að skila sér í auknum kaupmætti almennings samfara góðum stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Það er margt sem hefur verið okkur hagstætt ekki síst ytri skilyrði, lítil erlend verðbólga sem hefur skilað sér í lækkandi verðlagi. Það voru margir sem spáðu að hér færi allt á annan endann með þeim launa hækkunum sem samið var um en raunin hefur orðið önnur, verðbólgan hefur ekki verið lægri í annan tíma.
Nú er verkefnið að varðveita þennan góða árangur og tryggja kaupmáttinn til framtíðar. Lykillinn að því er efnahagslegur stöðugleiki með lítilli verðbólgu og stöðugu verðlagi. Það er hægt ef allir eru tilbúnir að spila með en því miður eru hópar sem telja sig óbundna og geti farið fram með hærri og meiri kröfur en almennt hefur verið samið um. Ef þetta væru láglaunahópar sem hefðu setið eftir væri hægt að horfa fram hjá því en svo er ekki. Þeir hópar sem hafa gengið lengst eru æðstu embættismenn ríkisins og hópar sem eru í hærri kanti launastigans.
Með þeim launahækkunum sem síðustu kjarasamningar tryggja hafa launa á Íslandi færst að því sem er á hinum Norðurlöndunum. Það sem sker okkur frá þeim er háir vextir og hár húsnæðiskostnaður og mikill kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu.
Okkar verkefni næstu misseri er að varðveita kaupmáttinn og þann efnahagslega stöðugleika sem við höfum búið við síðust ár en jafnframt að takast á við viðfangsefni eins og húsnæðiskostnaðinn og heilbrigðismálin.