Mennta- og menningarmálaráðherra til fundar við sambandsstjórn

Á fundi sambandsstjórnar nk. föstudag mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ræða stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum og hvernig staðið verður við fögur fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms í landinu. 

Til fundarins kemur einnig Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og mun kynna stöðu efnahagsmála í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga. 

Sambandsstjórnin mun á fundinum stíga fyrstu skrefin í mótum kröfugerðar fyrir komandi kjarasamningsaviðræður en núverandi samningar renna sitt skeið um næstu áramót.